Smárabíó í dag

:

The Equalizer

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Denzel Washington leikur MacCall, fyrrum leynilögreglumann sem sviðsetti andlát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar McCall hittir Teri (Chloë Grace Moretz) sem er undir hælnum á illskeyttum rússneskum glæpamönnum, neyðist hann til að taka hlé á hæglátu líferninu til að koma henni bjargar. Í kjölfarið þarf hann að takast á við rússnesku mafíuna, en réttlætiskenndin knýr hann áfram til varnar stúlkunnar. 

Hörkuspennandi kvikmynd um réttlæti og hefnd. 

16


Kaupa Miða


:

The Maze Runner

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndin byggir á metsölubók James Deshner sem kom út árið 2007. Bókin hefur fengið frábæra dóma víða um heim og þykir halda lesendum í heljargreipum spennu og eftirvæntingar. Sagan er dystópía og fjallar um piltinn Thomas, sem er komið fyrir á hryllilegum stað sem nefnist Glade, ásamt fimmtíu öðrum drengjum á unglingsaldri, eftir að minni hans hefur verið eytt. 

Fljótlega komast drengirnir að raun um að þeir eru allir fastir í risastóru völundarhúsi og ef þeir vilja eiga möguleika á því að sleppa út verða þeir að vinna saman.

12

Kaupa Miða

 

:

Pósturinn Páll

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Glæný kvikmynd um póstmanninn sem hefur heillað margar kynslóðir krakka. Pósturinn Páll er loksins mættur á hvíta tjaldið ásamt trausta kettinum Njáli. Hefst sagan á því þegar Palli lokkaður úr þorpi sínu, Greendale, sem leiðir síðan til þess að hann gerist miðpunkturinn í opinberri hæfileikakeppni og slær í gegn. Í millitíðinni byggist upp einkennileg ógn í heimaþorpinu og þarf þá póstmaðurinn viðkunnanlegi að velja á milli nýfundnu frægðarinnar og tryggðar til vina sinna og vandamanna. 

Myndin verður sýnd með íslensku tali.


Kaupa Miða


L

:

The November Man

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Nóvembermaðurinn er dulnefni CIA fulltrúans Peters Devereauxer (Pierce Brosnan). Hann er einn af banvænustu og þjálfuðustu njósnurum stofnunarinnar, en er sestur í helgan stein. Peter hefur það náðugt í Sviss þegar hann fenginn af CIA til að snúa aftur til vinnu og sinna vægast sagt snúnu verkefni. Hann neyðist til að mæta fyrrum nemanda sínum, David Mason (Luke Bracey) í banvænum leik sem inn í fléttast CIA embættismenn af hæstu stigum og rússneskur forsetaframbjóðandi. 

Myndin er byggð á skáldsögunni There Are No Spies  úr metsölubókaflokknum um njósnarann Peter Fevereauxer eftir Bill Granger, sem einna þekktastur er fyrir að skrifa hörkuspennandi pólitíska glæpatrylla. 


16


Kaupa Miða

:

París Norðursins

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin í París norðursins. Hugi (Björn Thors) hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum (Helga Björns) sem boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi.


Myndin hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnenda sem þegar hafa séð myndina:


"Áhrifamikill leikur og nístandi húmor"
- Laurence Boyce, Cineuropa


**** "Virkilega áhrifarík!"
- André Vrous, Prague Post


"Björn Thors er stórkostlegur og heillandi leikari!"
Boyd van Hoeij, The Hollywood Reporter


"Yndislegt og meinfyndið gamandrama"

- Mark Adams, Screen Daily

L

Kaupa Miða


:

Let's be Cops

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Let´s be Cops er næstum því alveg dæmigerð mynd um tvær löggur sem eru bestu vinir  - nema vinirnir eru ekki alvöru löggur! Þetta hefst allt þegar vinirnir tveir klæða sig eins og lögreglumenn fyrir búningaveislu og ávinna sér virðingu aðdáun allra sem þeir mæta. Lögregluleikurinn vindur upp á sig og verður sífellt raunverulegri. Þegar platlöggurnar flækjast svo í vef glæpamanna og svikulla lögreglumanna neyðast þeir til þess að treysta á falsaða skildi sína. 

Platlöggur - alvöru hasar, spenna og gaman!


12


Kaupa Miða:

Expendables 3

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Í þriðju myndinni um hóp hinna fórnanlegu standa Barney (Stallone) og Christmas (Statham) andspænis Conrad Stonebanks (Gibson), en hann átti hlut í að setja hópinn á laggirnar með Barney mörgum árum áður. Í kjölfarið gerðist hann óvæginn vopnasali sem Barney neyddist til að útrýma... eða svo hélt hann! Stonebanks, sem slapp naumlega við dauðann, hefur nú gert það að markmiði sínu að binda endi á hóp hinna fórnanlegu, en Barney er á öðru máli!

Barney ákveður að það þurfi nýtt blóð í bland við það gamla til að berjast við Stonebanks, og ræður því nýja liðsmenn til að slást í hópinn með þeim. Nýju liðsmennirnir eru yngri, snarpari, og betur í stakk búnir til að heyja persónulegustu orrustu hinna fórnanlegu til þessa!


16


Kaupa Miða

:

Að temja drekann sinn 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Fimm ár eru liðin frá því að Hiksti og Tannlaus komu á friði á milli dreka og víkinga á eyjunni Berk. Þegar þeir uppgötva falinn íshelli sem er heimili hundruða villtra dreka verða vinirnir að leggja sig alla fram um að halda friðinn á Berk. Saman búa þeir yfir styrk til þess að breyta framtíðinni sem varðar jafnt menn sem dreka. Myndin er framhald af hinni geysivinsælu Að temja drekann sinn, sem fór sigurför um heiminn þegar hún kom út árið 2010. 

Með aðalhlutverk í íslenskri talsetningu fara Sturla Sighvatsson, Þórunn Lárusdottir, Ólafur Darri Ólafsson, Vigdis Pálsdóttir, Eythor Ingi Gunnlaugsson, David Guðbrandsson, Þór Tulinius, Urdur Bergsdóttir, Sigurdur Þór Óskarsson, Sigurbjartur Atlason og Arnar Dan Kristjánsson. Leikstjóri er Rósa Guðný Þórsdóttir og fór talsetning fram í Stúdíói Sýrlandi.

Myndin hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda, eins og sjá má:

ramhaldið hefur fengið frábæra dóma og umsagnir gagnrýnenda:

**** "Stórfenglegt framhald!" 

CinemaBlend


**** "Undraverð!"

The Republic


*** "Áhrifarík og falleg saga"

New York Post


"Skemmtilegasta myndin [á Cannes í ár]!"

Variety

Leikstjóri:
Dean Deblois

Aðalhlutverk:
Gerard Butler
Jonah Hill
Kristen Wiig
Jay Baruchel


Kaupa Miða

Háskólabíó í dag

:

The Equalizer

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Denzel Washington leikur MacCall, fyrrum leynilögreglumann sem sviðsetti andlát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar McCall hittir Teri (Chloë Grace Moretz) sem er undir hælnum á illskeyttum rússneskum glæpamönnum, neyðist hann til að taka hlé á hæglátu líferninu til að koma henni bjargar. Í kjölfarið þarf hann að takast á við rússnesku mafíuna, en réttlætiskenndin knýr hann áfram til varnar stúlkunnar. 

Hörkuspennandi kvikmynd um réttlæti og hefnd. 

16


Kaupa Miða


:

The Maze Runner

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Myndin byggir á metsölubók James Deshner sem kom út árið 2007. Bókin hefur fengið frábæra dóma víða um heim og þykir halda lesendum í heljargreipum spennu og eftirvæntingar. Sagan er dystópía og fjallar um piltinn Thomas, sem er komið fyrir á hryllilegum stað sem nefnist Glade, ásamt fimmtíu öðrum drengjum á unglingsaldri, eftir að minni hans hefur verið eytt. 

Fljótlega komast drengirnir að raun um að þeir eru allir fastir í risastóru völundarhúsi og ef þeir vilja eiga möguleika á því að sleppa út verða þeir að vinna saman.

12

Kaupa Miða

 

:

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 18.-21. september þar sem myndirnar fimm verða sýndar. Allar eru kvikmyndirnar framúrskarandi í alþjóðlegu samhengi og hafa þegar unnið til verðlauna á stærstu kvikmyndahátíðum í Evrópu og víðar.

Hross í oss (ÍSLAND)

Hross í oss er sveitarómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í manninum.  Ást og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Smelltu hér til að lesa meira. 

Nymphomaniac (DANMÖRK)

Nymphomaniac er er villt og ljóðræn frásögn af erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe (Charlotte Gainsbourg) frá fæðingu til fimmtugs. Smelltu hér til að lesa meira. 

Steinsteypunótt (FINNLAND)

Steinsteypunótt er draumkennd ferðasaga sem lýsir viðkvæmum huga ungs drengs og því að glata sakleysi sínu. Smelltu hér til að lesa meira. 

Blind (NOREGUR)

Ingrid hefur nýlega misst sjónina og leitar nú skjóls á heimili sínu þar sem henni finnst hún vera við stjórn, einsömul með eiginmanni sínum og hugsunum. Smelltu hér til að lesa meira.

Turist (SVÍÞJÓÐ)

Efnaðir ferðamenn glata virðingu sinni. Af völdum „óviðráðanlegra aðstæðna“ upplifir fjölskylda í fríi mannleg viðbrögð sem hún hefur aldrei upplifað áður. Smelltu hér til að lesa meira.

Miðasala og dagskrá á eMiði.is.

:

NCFP 2014: Hross í oss

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Hross í oss er framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Hross í oss fléttar saman sögur af lífsbaráttunni, viðureign mannsins við náttúruna og tilraunum hans til að beisla dýrslega krafta sköpunarverksins til sinnar eigin upphefðar, eða glötunar.

Kvikmyndin er grimm sveitarómantík um manninn í hrossinu og hrossið í manninum. Örlagasögur af fólki í sveit eru sagðar frá sjónarhorni hestsins þar sem ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum.

Kvikmyndin er eftir Benedikt Erlingsson. Hann hefur unnið til flestra leikhúsverðlauna sem hægt er; sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Hann hefur áður sent frá sér tvær stuttmyndir en Hross í oss er hans fyrsta mynd í fullri lengd. 

Aðalleikarar myndarinnar eru auk þeirra Jarps, Skjóna og Yrju, þau Ingvar E. Sigurðsson, Steinn Ármann Magnússon, Charlotte Böving og Kristbjörn Kjeld ásamt fleirum. Framleiðandi er Friðrik Þór Friðriksson.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 

12

Kaupa Miða


:

NCFP 2014: Nymphomaniac: Part 1

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Nymphomaniac er framlag Danmerkur til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Haldið ykkur fast; í stólarmana, Biblíuna eða í hönd vinar því Nymphomaniac misþyrmir líkamanum og gerir sálina um leið meyra. Hér er um að ræða kalda sturtu sem gagntekur hugi áhorfenda – sem eiga eftir að grátbiðja um meira að sýningu lokinni. 

Kvikmyndin er villt og ljóðræn frásögn af erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe (Charlotte Gainsbourg) frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman (Stellan Skarsgård), sem er gamall og heillandi piparsveinn, Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg. 

Kvikmyndin er myrk og drungaleg, hana einkennir hugkvæmni - en ekki síður tilviljanir sem reka á fjörur persónanna. Aukaleikarar styðja ljómandi vel við atburðarásina; allt frá hinum órólega Shia LaBeouf og rafmögnuðu Umu Thurman til Jamie Bell, sem leikur lítinn og snyrtilegan sadista. 

Nymphomaniac er síðasta myndin í þunglyndisþríleik leikstjórans Lars von Trier, en fyrri myndirnar eru hin umdeilda Antichrist og átakanlega Melancholia

Nymphomaniac verður frumsýnd samtímis í Háskólabíói Borgarbíói Akureyri, á VOD leigu Vodafone og á VOD leigunni SkjárBíó. 

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 

16


Kaupa Miða


:

NCFP 2014: Nymphomaniac: Part 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Framlag Danmerkur til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Seinni hluti síðustu myndarinnar í þunglyndisþríleik Lars von Trier. 

Haldið ykkur fast; í stólarmana, Biblíuna eða í hönd vinar því Nymphomaniac misþyrmir líkamanum og gerir sálina um leið meyra. Hér er um að ræða kalda sturtu sem gagntekur hugi áhorfenda – sem eiga eftir að grátbiðja um meira að sýningu lokinni.  

Nymphomaniac er villt og ljóðræn frásögn af erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe (Charlotte Gainsbourg) frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman (Stellan Skarsgård), sem er gamall og heillandi piparsveinn, Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg.  

Kvikmyndin er myrk og drungaleg, hana einkennir hugkvæmni - en ekki síður tilviljanir sem reka á fjörur persónanna. Aukaleikarar styðja ljómandi vel við atburðarásina; allt frá hinum órólega Shia LaBeouf og rafmögnuðu Umu Thurman til Jamie Bell, sem leikur lítinn og snyrtilegan sadista.  

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 


16

:

NCFP 2014: Steinsteypunótt

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Steinsteypunótt er framlag Finnlands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Steinsteypunótt er draumkennd ferðasaga sem lýsir viðkvæmum huga ungs drengs og því að glata sakleysi sínu. Myndin hefst á þröngu heimili í steinsteypufrumskóginum. Ilkka, sem er sá eldri af tveimur bræðrum, er að fara að heiman til að sitja af sér fangelsisdóm. Síðustu 24 tímana sem Ilkka er frjáls fylgir yngri bróðir hans, hinn viðkvæmi Simo, bróður sínum sem hann dáist að gegnum örlagaríka atburði kvöldsins. 

Leikstjóri kvikmyndarinnar og handritshöfundur, Pirkko Saisio, er einn þekktasti rithöfundur Finna. Hún hefur fimm sinnum verið tilnefnd til Finlandia-verðlaunanna, sem eru virtustu bókmenntaverðlaun Finnlands. Árið 2003 hlaut hún þessi eftirsóttu verðlaun fyrir skáldsöguna Punainen erokirja (Rauða skilnaðarbókin). Skáldsögur hennar hafa verið þýddar á sænsku. 

Leikgerð skáldsögunnar Steinsteypunótt (gefin út 1981) hefur verið sett upp í Perú, Venesúela, Svíþjóð og Finnlandi.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 

:

NCFP 2014: Turist

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Turist er framlag Svíþjóðar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. 

Af völdum „óviðráðanlegra aðstæðna“ upplifir ung fjölskylda í fríi mannleg viðbrögð sem hún hefur aldrei upplifað áður. Þau eru tilneydd til að hegða sér samkvæmt eðlisávísun sem þau hafa lært að fyrirlíta og aðeins að eignað öðrum hingað til. Óhugnanlegt snjóflóð breytir hugmyndum fjölskyldumeðlima um sjálfa sig, og hvort annað og þau standa frammi fyrir þrekraun sem óvíst er að þau komist í gegnum. 

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói  dagana 18. – 21. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar. 

Turist verður einnig sýnd í Bíó Paradís á næsta ári. 

:

París Norðursins

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin í París norðursins. Hugi (Björn Thors) hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum (Helga Björns) sem boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi.


Myndin hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnenda sem þegar hafa séð myndina:


"Áhrifamikill leikur og nístandi húmor"
- Laurence Boyce, Cineuropa


**** "Virkilega áhrifarík!"
- André Vrous, Prague Post


"Björn Thors er stórkostlegur og heillandi leikari!"
Boyd van Hoeij, The Hollywood Reporter


"Yndislegt og meinfyndið gamandrama"

- Mark Adams, Screen Daily

L

Kaupa Miða


:

Vonarstræti

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Vonarstræti er saga úr samtímanum sem á erindi við alla; hún fjallar um óvægna fortíðardrauga, þöggun, sársauka og syndaaflausn. Áhorfendur fá að fylgjast með þremur ólíkum persónum fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun og því hvernig örlög þeirra fléttast saman á áhrifaríkan máta. 

Móri (Þorsteinn Bachmann) er rithöfundur og bóhem sem finnur hvergi frið fyrir óbærilegum minningum annars staðar en á botni flöskunnar. Eik (Hera Hilmarsdóttir) er leikskólakennari sem neyðist til að grípa til örþrifaráða til að framfleyta sér og dóttur sinni. Sölvi (Þorvaldur Davíð) er fyrrum fótboltastjarna sem verður að hætta að spila vegna meiðsla og er nú á hraðri uppleið í vafasömum banka. 

Gömul og ný leyndarmál hrinda aðalpersónunum hverri í átt að annarri í hörkuspennandi og átakanlegri atburðarás sem lætur engan ósnortinn.

Kvikmyndin er innblásin af sönnum atburðum og áhorfendur gætu því kannast við tilteknar aðstæður, persónur eða atburði  úr raunveruleikanum, enda ekki langt um liðið síðan útrásin stóð sem hæst.

Handritið skrifuðu þeir Birgir Örn Steinarsson og Baldvin Z, sem einnig leikstýrði myndinni. Baldvin hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndinni Órói sem hlaut stórgóðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. 

“Það er eitthvað nýtt hér á ferð, einhver áður ókunn gæði….(stórkostleg kvikmynd!”)
 - Hallgrímur Helgason á Herðubreið.is


“Langbesta mynd Íslendinga frá aldamótum!”
 - Tómas Valgeirsson á Bíóvefurinn.is

 

"Vonarstræti boðar vatnaskil í íslenskri kvikmyndasögu!”
 - Eiríkur Jónsson á eirikurjonsson.is"Þessi nýja íslenska kvikmyndavon vísar bjartan veg til framtíðar"
 - Hjördís Stefánsdóttir - Mbl.is

14


Kaupa Miða

Barnaafmæli
Ráðstefnur
Hópar
Emiði