Smárabíó í dag

:

Avengers: Age of Ultron

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000342

Þegar Tony Stark reynir að endurvekja gamalt friðargæsluverkefni gengur allt á afturfótunum og hlutirnir fara gersamlega úr böndunum og það er undir Hefnendunum komið; þeim Járnmanninum, Kafteini Ameríku, Þór, Jötninum, Svörtu ekkjunni og Haukfráni að stöðva hinn illa Últron í að hrinda ógurlegum áætlunum sínum í framkvæmd. Það er mikið í húfi því heimsbyggðin er í stórhættu. 

Í aðalhlutverkum er sannkallað stórskotalið leikara, en nefna má þau Robert Downey Jr., Scarlett Johansson, James Spader, Chris Hemsworth, Chris Evans, Mark Ruffalo, Samuel L. Jackson, Idris Elba og Elisabeth Olsen. 


:

Ástríkur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000338

Hinn sívinsæli Ástríkur heillar hverja kynslóðina á fætur annari ásamt samborgurum sínum í Gaulverjabæ. Að þessu sinni hyggst Sesar sölsa undir sig Gaulverjabæ og fella undir Rómarveldi. Til þess hefur hann látið byggja hús við hlið þorpsins þar sem hann ætlar að koma á fót rómverskri nýlendu.  

:

Paul Blart: Mall Cop 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000339

Paul Blart (Kevin James) er einstæður faðir sem fer að vinna sem öryggisvörður í verslunarmiðstöð til að sjá fyrir sér og dóttur sinni í myndinni Mall Cop sem naut mikilla vinsælda. Nú hefur öryggisvörðurinn knái, sem jafnan þeytist um á Segway tryllitæki eytt sex árum í að vernda verslunarmiðstöðvar borgarinnar og ætlar að taka sér verðskuldað frí. Hann heldur til Vegas með dóttur sinni sem er á táningsaldri til að eyða með henni tíma áður en hún fer í háskóla. En Blart kann ekki að taka sér frí og þegar allt fer í hart tekur Blart málin í sínar hendur. 

Kevin James fer ekki einungis með aðalhlutverkið í Paul Blart: Mall Cop 2 því hann er einnig einn af handritshöfundum myndarinnar ásamt Nick Bakay, sem skrifaði einnig handrit að nokkrum þáttum í King of Queens þáttaröðinni sem skaut Kevin James upp á stjörnuhimininn. 


:

Fast and Furious 7

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000332

Furious 7 er nýjasta myndin í þessari sívinsælu og hraðskreiðu seríu og tekur hún upp þráðinn þar sem frá var horfið seinast. Eftir að hafa sigrast á glæpamanninum Owen Shaw hafa þeir Dom Toretto (Vin Diesel) og Brian O‘Connor (Paul Walker) ákveðið að láta gott heita og lifa rólega lífinu sem þeir þrá. 

Málin flækjast þegar eldri bróðir Owens, Ian Shaw (Jason Statham) ákveður að elta upp Toretto og hans teymi í hefndarskyni. Þá er ekki eftir neinu að bíða en að kalla liðið aftur saman og finna þennan Ian Shaw áður en hann hefur uppi á öllum á fyrra bragði. 

:

Loksins heim

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000328

Þegar seinheppna geimveran Ó kemur til jarðar og þarf að flýja undan sínum eigin félögum hittir hann á flóttanum hina ráðagóðu Tátilju sem sjálf leitar móður sinnar sem rænt var af geimverum.

Loksins heim er nýjasta teiknimyndin frá Dreamworks-kvikmyndarisanum og er gerð af sama fólki og gerði hinar vinsælu myndir Að temja drekann sinn 1 og 2 og myndina um Croods-fjölskylduna. Myndin er byggð á vinsælli barnabók eftir Adam Rex um geimveruna Ó sem er svo mikill klaufi og einstaklega óheppinn að hann fellur í ónáð félaga sinna sem komnir eru til Jarðar til að yfirtaka hana og breyta öllu skipulagi hennar sér í hag. Ó neyðist til að leggja á flótta en hittir þá Tátilju og köttinn hennar sem er einstaklega geðgóður og líkar strax vel við hann.

Í framhaldinu lenda þau þrjú síðan í ótrúlega skemmtilegum og spennandi ævintýrum og hjálpast að við að ná markmiðum sínum, þ.e. að Tátilja finni aftur móður sína og að Ó geti snúið aftur heim ...

Myndin verður sýnd bæði með íslenskri talsetningu og enskri. Með aðalhlutverkin í íslensku útgáfunni fara þau Ævar Þór Benediktsson, Salka Sól Hjálmarsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Þórunn Lárusdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, en í þeirri ensku eru það Jim Parsons, Rihanna, Steve Martin, Jennifer Lopez og Matt Jones sem tala fyrir helstu persónurnar undir leikstjórn Tims Johnson.

L


Háskólabíó í dag

:

A Second Chance

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
:

Ástríkur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000338
:

Austur

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000346
:

The Second Best Exotic Marigold Hotel

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000345
:

Samba

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000326
:

Fúsi

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000341
Barnaafmæli
Ráðstefnur
Hópar
Emiði