Smárabíó í dag

:

Oculus

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Fyrir tíu árum síðan varð hryllilegur harmleikur í Russell fjölskyldunni og líf systkinanna Tim og Kaylie, sem voru þá á unglingsaldri, breyttist að eilífu þegar Tim var fundinn sekur um að hafa myrt foreldra þeirra. 

Tim er látinn laus úr fangelsi þegar hann er kominn á þrítugsaldur og reynir að fóta sig í samfélaginu, en atburðirnir ásækja systur hans enn. Kaylie er sannfærð um að morðin hafi verið framið af illum yfirnáttúrulegum öflum. Þegar Kaylie fer að róta í fortíðinni hleypir hún nýju lífi í vættirnar sem voru að verki fyrr og martröð barnæskunnar hefst á ný. 

75/100
-Rottentomatoes

 „Tilkomumikill og margslunginn yfirnáttúrulegur tryllir“
-Variety


Kaupa Miða16


:

Rio 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Þau Blár (Ævar Þór Benediktsson) og Perla (Nanna Kristín Magnúsdóttir) flytja frá Rio de Janeiro til að setjast að í Amazon regnskóginum – því eins og Jewel segir eru þau ekki fólk heldur fuglar og eiga því að búa úti í náttúrunni. 

Í Amazon mæta þau villtum dýrum í röðum, sem hafa verið frjáls alla ævi. Þegar fjölskyldan mætir í regnskóginn hitta þau föður Perlu og kynnast fleiri fugla- og dýrategundum. Gamanið fer þó að kárna þegar fjölskyldan gerir sér grein fyrir að hætta steðjar að heimkynnum dýranna og þegar erkióvinur fuglanna, skúfpáfinn Nikka, leitar þau uppi til að hefna sín. 

Kaupa Miða


L


:

Harry og Heimir

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Harrý og Heimir unnu hugi og hjörtu íslensku þjóðarinnar í útvarpsþáttum seint á síðust öld. Þeir hafa síðan verið gefnir út á stafrænum hljóðdiski og meira að segja gerst svo frægir að koma fram í eigin sviðsverki um sig sjálfa. Leikritið um Harrý og Heimi sló algjörlega í gegn í Borgarleikhúsinu árið 2009, en sýningarnar urðu samtals 150. Nú er ný öld, og mætti jafnvel segja að öldin sé önnur, nú er aðeins einn miðill eftir. Sá öflugasti og sá eftirsóttasti. Árið er núll í íslenskri kvikmyndagerð. Harrý og Heimir eru á leið í bíó! 

Stórmyndin Harrý og Heimir - Morð eru til alls fyrst!  Þessi mynd er svo stór að í samanburði við hana verða allar aðrar myndir eins og passamyndir. Saga um vináttu, fórnfýsi, tryggð, frosnar bunur og óheyrilega veðurfræði. 

Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið ef okkur skjátlast ekki: Þokkadísin Díana Klein leitar ásjár hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi, þar sem faðir hennar, sem er veðurathugunarmaður á Regingnípu, virðist hafa horfið sporlaust. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. 

Aðalhlutverk eru í höndum Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Arnar Árnasonar og Svandísar Dóru Einarsdóttur. Að auki koma svið sögu Stefán Karl Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson, Kjartan Guðjónsson og Þröstur Leó. Leikstjórn er í höndum Braga Hinrikssonar. 

Myndin verður frumsynd í kvikmyndahúsum um allt land páskana.


Kaupa Miða


7

:

Hneturánið

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Bráðfyndin teiknimynd stútfull af skrípalátum og hamagangi! 

Hneturánið er skemmtileg ævintýramynd um sérvitran íkorna sem fer vægast sagt óhefðbundnar leiðir við að afla sér matar! 

Íkorninn Surly (Will Arnett) er sannkallaður nöldurseggur sem hugsar um fátt annað en sjálfan sig. Þegar hann er rekinn á brott af heimili sínu í almenningsgarði nokkrum neyðist hann til að reyna að lifa af upp á eigin spýtur í stórborginni. Fyrir algjöra heppni rekst hann á það eina sem gæti mögulega bjargað lífi hans á meðan hann undirbýr sig fyrir veturinn - nefnilega Hnetubúð Maurys. 

Surly fær vin sinn, rottuna Buddy, til að aðstoða sig við að ræna hnetubúðina, en þeir lenda í mun stærra og flóknari ævintýri en þá grunaði!  

Sannkallað stjörnulið ljær dýrunum í myndinni raddir sínar, nefna má þau Will Arnett, Brendan Frasier, Katherine Heigl, Jeff Dunham, Liam Neeson og Gabriel Iglesias. 

Leikararnir sem mæla fyrir dýrin í Hneturáninu á íslensku eru ekki heldur af verri endanum, en það eru þau Magnús Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Valdimar Örn Flygenring, Steinn Ármann Magnússon, Viktor Már Bjarnasson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Selma Björnsdóttir og Vaka Vigfúsdóttir. Leikstjóri talsetningarinnar er Tómas Freyr Hjaltason.

Myndin er sýnd með íslensku tali. 

Kaupa Miða

:

The Grand Budapest Hotel

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Bráðfyndið og um leið átakanlegt stórvirki eftir Wes Anderson (Moonrise KingdomThe Royal TenenbaumsRushmore). 

Sagt er frá ævintýrum Gustave H, sem er stórmerkilegur húsvörður á Grand Budapest hótelinu, sem er eitt virtasta hótelið í Evrópu á millistríðsárunum. Sagan hefst í þann mund sem Zero Mustafa sækir um starf sem móttökudrengur á sama hóteli, en með þeim tekst innileg og ævarandi vinátta. 

Í myndinni kemur meðal annars við sögu þjófnaður á ómetanlegu endurreisnarmálverki og átök um ótrúleg fjölskylduauðæfi, en sögusviðið er Evrópa sem breytist stórkostlega á milli styrjalda. 

Myndataka og tæknivinna The Grand Budapest Hotel er framúrskarandi og búningar og hönnun sviðsmyndar eftirtektarverð, eins og við er að búast frá Wes Anderson. Kunnugleg andlit eru í nánast hverju hlutverki, Ralph Finnes, Jude Law, Tilda Swinton, Léa Seydoux og Edward Norton eru á meðal þeirra sem leika í myndinni - svo fáein séu nefnd. 

The Grand Budapest Hotel hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár og jafnt gagnrýnendur og bíógestir hafa ausið myndina lofi, eins og sjá má af einkunnagjöf:

7

87/100 á Metascore

96/100 á Rotten Tomatoes

8,5 í einkunn á IMDB

Chicago Sun-Times 100/100

RogerEbert.com  100/100

Los Angeles Times 100/100

New York Times  100/100

The Telegraph 100/100

Variety 100/100

Time Out New York 100/100

Kaupa Miða

:

Ævintýri hr. Píbodýs og Sérmanns

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

Gáfaðasti hundur í heimi, hr. Píbodý, og hrekkjalómurinn Sérmann nota tímavélina sína til að leita uppi hrikalegri ævintýri en nokkur drengur eða hundur gæti hugsað sér. Þegar Sérmann stelst til þess að fara í skottúr á tímavélinni til að ganga í augun á Penny, vinkonu sinni, slysast hann til að gera gat á alheiminn. 

Þannig tekst honum að rústa mikilvægustu atburðum veraldarsögunnar. En áður en fortíð, nútíð og framtíð breytast að eilífu kemur hr. Píbodý til bjargar og neyðist um leið til að standa frammi fyrir mestu áskorun allra tíma: að standa sig í foreldrahlutverkinu. Hr. Píbodý, Sérmann og Penny setja saman mark sitt á sögu heimsins. 

Kvikmyndin er sýnd með íslensku tali. 

Kaupa Miða

L

Háskólabíó í dag

:

Rio 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Þau Blár (Ævar Þór Benediktsson) og Perla (Nanna Kristín Magnúsdóttir) flytja frá Rio de Janeiro til að setjast að í Amazon regnskóginum – því eins og Jewel segir eru þau ekki fólk heldur fuglar og eiga því að búa úti í náttúrunni. 

Í Amazon mæta þau villtum dýrum í röðum, sem hafa verið frjáls alla ævi. Þegar fjölskyldan mætir í regnskóginn hitta þau föður Perlu og kynnast fleiri fugla- og dýrategundum. Gamanið fer þó að kárna þegar fjölskyldan gerir sér grein fyrir að hætta steðjar að heimkynnum dýranna og þegar erkióvinur fuglanna, skúfpáfinn Nikka, leitar þau uppi til að hefna sín. 

Kaupa Miða


L


:

Harry og Heimir

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Harrý og Heimir unnu hugi og hjörtu íslensku þjóðarinnar í útvarpsþáttum seint á síðust öld. Þeir hafa síðan verið gefnir út á stafrænum hljóðdiski og meira að segja gerst svo frægir að koma fram í eigin sviðsverki um sig sjálfa. Leikritið um Harrý og Heimi sló algjörlega í gegn í Borgarleikhúsinu árið 2009, en sýningarnar urðu samtals 150. Nú er ný öld, og mætti jafnvel segja að öldin sé önnur, nú er aðeins einn miðill eftir. Sá öflugasti og sá eftirsóttasti. Árið er núll í íslenskri kvikmyndagerð. Harrý og Heimir eru á leið í bíó! 

Stórmyndin Harrý og Heimir - Morð eru til alls fyrst!  Þessi mynd er svo stór að í samanburði við hana verða allar aðrar myndir eins og passamyndir. Saga um vináttu, fórnfýsi, tryggð, frosnar bunur og óheyrilega veðurfræði. 

Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið ef okkur skjátlast ekki: Þokkadísin Díana Klein leitar ásjár hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi, þar sem faðir hennar, sem er veðurathugunarmaður á Regingnípu, virðist hafa horfið sporlaust. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. 

Aðalhlutverk eru í höndum Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Arnar Árnasonar og Svandísar Dóru Einarsdóttur. Að auki koma svið sögu Stefán Karl Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson, Kjartan Guðjónsson og Þröstur Leó. Leikstjórn er í höndum Braga Hinrikssonar. 

Myndin verður frumsynd í kvikmyndahúsum um allt land páskana.


Kaupa Miða


7

:

Heild

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Loksins lítur dagsins ljós fyrsta íslenska kvikmyndin sem drifin er áfram af mannlífi og íslenskri náttúru; án nokkurrar yrðingar. Í myndinni fá áhorfendur að kynnast Íslandi frá nýjum sjónarhóli í gegnum augu hátæknikvikmyndatökuvéla; jafnt stöðum og landslagi sem flestir þekkja vel og földum gimsteinum sem skipta þúsundum og fáir hafa séð. Það er einungis á færi mestu ævintýragarpa, ofurhuga og innfæddra að finna þessi huldusvæði. Auk þess krefst það einstakrar þolinmæði og ímyndunarafls að fanga þá á filmu á hárréttu augnabliki. 

Tónlistin í kvikmyndinni er eftir Professor Kliq, Ólaf Arnalds, Friðjón Jónsson, Trabant og Mono. 

:

Nymphomaniac: Part 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

Seinni hluti síðustu myndarinnar í þunglyndisþríleik Lars von Trier. 

Haldið ykkur fast; í stólarmana, Biblíuna eða í hönd vinar því Nymphomaniac misþyrmir líkamanum og gerir sálina um leið meyra. Hér er um að ræða kalda sturtu sem gagntekur hugi áhorfenda – sem eiga eftir að grátbiðja um meira að sýningu lokinni.  

Nymphomaniac er villt og ljóðræn frásögn af erótísku ferðalagi kynlífsfíkilsins Joe (Charlotte Gainsbourg) frá fæðingu til fimmtugs. Eitt kalt vetrarkvöld finnur Seligman (Stellan Skarsgård), sem er gamall og heillandi piparsveinn, Joe illa farna eftir árás í húsasundi. Hann fer með hana heim í íbúðina sína og gerir að sárum hennar á meðan hann spyr hana um hagi hennar. Hann hlustar áhugasamur á meðan Joe þylur upp marglaga atburðarás ævi sinnar, sem er vægast sagt ótrúleg.  

Kvikmyndin er myrk og drungaleg, hana einkennir hugkvæmni - en ekki síður tilviljanir sem reka á fjörur persónanna. Aukaleikarar styðja ljómandi vel við atburðarásina; allt frá hinum órólega Shia LaBeouf og rafmögnuðu Umu Thurman til Jamie Bell, sem leikur lítinn og snyrtilegan sadista.  

Nymphomaniac Part 2 verður frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á VOD leigum landsins. 


16

:

The Grand Budapest Hotel

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Bráðfyndið og um leið átakanlegt stórvirki eftir Wes Anderson (Moonrise KingdomThe Royal TenenbaumsRushmore). 

Sagt er frá ævintýrum Gustave H, sem er stórmerkilegur húsvörður á Grand Budapest hótelinu, sem er eitt virtasta hótelið í Evrópu á millistríðsárunum. Sagan hefst í þann mund sem Zero Mustafa sækir um starf sem móttökudrengur á sama hóteli, en með þeim tekst innileg og ævarandi vinátta. 

Í myndinni kemur meðal annars við sögu þjófnaður á ómetanlegu endurreisnarmálverki og átök um ótrúleg fjölskylduauðæfi, en sögusviðið er Evrópa sem breytist stórkostlega á milli styrjalda. 

Myndataka og tæknivinna The Grand Budapest Hotel er framúrskarandi og búningar og hönnun sviðsmyndar eftirtektarverð, eins og við er að búast frá Wes Anderson. Kunnugleg andlit eru í nánast hverju hlutverki, Ralph Finnes, Jude Law, Tilda Swinton, Léa Seydoux og Edward Norton eru á meðal þeirra sem leika í myndinni - svo fáein séu nefnd. 

The Grand Budapest Hotel hlaut Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár og jafnt gagnrýnendur og bíógestir hafa ausið myndina lofi, eins og sjá má af einkunnagjöf:

7

87/100 á Metascore

96/100 á Rotten Tomatoes

8,5 í einkunn á IMDB

Chicago Sun-Times 100/100

RogerEbert.com  100/100

Los Angeles Times 100/100

New York Times  100/100

The Telegraph 100/100

Variety 100/100

Time Out New York 100/100

Kaupa Miða

Barnaafmæli
Ráðstefnur
Hópar
Emiði