Smárabíó í dag

:

Into the Woods

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000291

Norn nokkur ákveður að veita þekktustu persónum ævintýranna ærlega ráðningu. Við sögu koma persónur sem flestir ættu að kannast við úr sagnaheimi þeirra Grimms bræðra, á borð við Rauðhettu, Öskubusku, Jóa og baunagrasið og Garðabrúðu. Leikarar í aðalhlutverkum eru svo sannarlega ekki af verri endanum, en telja má þau Johnny Depp, Emily Blunt, Chris Pine, Meryl Streep og Jake Gyllenhaal svo nokkrir séu nefndir. 

:

Annie

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000295

Myndin um munaðarlausu stúlkuna Annie kallar fram nostalgíu með mörgum, enda naut hún gífurlegra vinsælda þegar hún kom út snemma á níunda áratugnum. Nú hefur Annie verið endurgerð og söguþráðurinn á þessa leið: Benjamin Stacs, sem er moldríkur viðskiptajöfur, bjargar Annie frá ofríki fröken Hannigan, sem rekur munaðarleysingjahæli. Munaðarleysinginn Annie er kát stúlka sem er ekkert blávatn og getur alveg séð um sig sjálf. Foreldrar hennar skildu hana eftir þegar hún var ungabarn og lofuðu henni að snúa aftur einn daginn. Allt breytist þegar Stacks hirðir hana upp af götunni, en ef til vill reynist Annie bjargvættur hans þegar upp er staðið.

Í aðalhlutverkum eru engir aukvisar; Jamie Foxx leikur auðjöfurinn, Cameron Diaz er forstöðukona munaðarleysingjahælisins og Quvenzhané Wallis er sannkallað sjarmatröll í hlutverki Annie. 

L

 

 

:

Hot Tub Time Machine 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000296

Fjórir vinir sem allir eru orðnir hundleiðir á sínu tilbreytingarsnauða lífi, uppgötva að þeir geta ferðast aftur í tímann í heitum potti. Þetta nýta þeir sér óspart til að ferðast til níunda áratugarins þegar þeir voru upp á sitt besta. Þegar Lou, sem er nú orðinn "faðir internetsins", er skotinn af óþekktum misyndismanni hita Jacob og Nick upp tímavélina á ný til að koma vini sínum til bjargar. 


:

Hrúturinn Hreinn

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000325

Hann er uppátækjasamur og leiðir oftast hinar kindurnar í ýmis vandræði og raskar ró friðsæls dals. Í bíómyndinni eiga kindurnar leið í nálæga stórborg til að bjarga bónda sínum eftir að vandræði Hreins hröktu hann óvart burt úr bóndabænum. 

Myndinni hefur verið stórvel tekið af gagnrýnendum, eins og umsagnir gefa til kynna:


"Bráðskemmtileg jafnt fyrir börn og fullorðna"

- The List

"Virkilega vönduð"

- The Guardian

"Töfrandi"

- Daily Telegraph

"Stanslaust fjör!"

- Screen International

:

Kingsman: The Secret Service

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000247

Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem hefur hotið mikið lof og er leikstýrt af Matthiew Vaughn (Kick-Ass, X-Men: First Class). Kingsman: The Secret Service fjallar um háleynileg njósnasamtök sem ráða til sín óslípaðan en efnilegan götustrák og leyniþjónustumaður sem kominn er á eftirlaun tekur nýliðann unga undir sinn verndarvæng. 

Í myndinni eru úrvalsleikarar í hverju hlutverki, nefna má Samuel L. Jackson, Mark Hamill, Colin Firth, Michael Caine og Mark Strong. 

Kingsman hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnenda og þykir sérstaklega vel heppnuð blanda af hasar, gríni og skopstælingu. 

"Njósnir hafa aldrei verið jafnskemmtilegar!"

- Tim Evans, Sky Movies

"Brjálæðislega skemmtileg!"

- Brian Viner, Daily Mail

"Firth er frábær hasarhetja!"

Jeremy Aspinall, Radio Times

"Stanslaus hasar!"

- Independent 

"Ótrúlega heillandi!"

- IGN Movies

16

:

Fifty Shades of Grey

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000294

Í miðjum lokaprófum í háskólanum neyðist Anastasia Steele (Johnson) til að gera hlé á lærdómnum og taka viðtal við forríkan viðskiptajöfur fyrir stúdentablaðið. Henni til furðu er Christian Grey (Dornan) ungur og glæsilegur, og heillar hana við fyrstu sýn þó að hann virðist bæði hrokafullur og gersamlega ósnertanlegur.

Fljótlega kemur í ljós að hrifningin er gagnkvæm. En Christian Grey er ekki allur þar sem hann er séður og sumt sem hann þráir getur Anastasia varla ímyndað sér. Eftir því sem eldheitt samband þeirra þróast uppgötvar hún æði margt um sínar eigin þrár og þau myrku leyndarmál sem Grey býr yfir.16

:

Paddington

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000304

Paddington (Firth) er ungur björn frá Perú sem hefur dálæti á Bretlandi. Hann ákveður að fara til Lundúna til að leita sér að nýju heimili, en hann áttar sig fljótlega á því að stórborgarlífið er ekki eins og hann ímyndaði sér.

Hann kynnist góðhjartaðri fjölskyldu á Paddington-lestarstöðinni sem býður honum tímabundið athvarf. Svo virðist sem að gæfan hafi snúist honum í hag, allt þangað til að þessi sjaldgæfi björn fangar athygli uppstoppara sem vinnur á safni.

L

:

The Wedding Ringer

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000286

Doug Harris (Josh Gad) er að fara að gifta sig, en er í svolítilli klemmu því hann á nánast enga vini. Til að bjarga sér fyrir horn og reyna að forðast að verða sér til skammar leitar hann á náðir Jimmys Callahan (Kevin Hart), sem rekur fyrirtækið Best Man Inc., og sérhæfir sig í að verða vinalausum mönnum úti um þykjustuvini. Þannig sér Doug fyrir sér að slá ryki í augun á tengdafjölskyldunni og koma fyrir sem vinsæll og dáður drengur. Sjálfum þykir honum mesta furða að draumastúlkan hans, Gretchen, hafi yfir höfuð játast honum. VÞar sem Josh á enga vini óttast hann ekkert frekar en að tilvonandi tengdaforeldrum hans lítist ekkert á hann í væntanlegu brúðkaupi þeirra Gretchen. Hann leitar því á náðir Jimmys um að mæta í brúðkaupið sem svaramaður hans og besti vinur og helst að redda fleiri mönnum í vinahópinn. Og Jimmy tekur áskoruninni ...

12

Háskólabíó í dag

:

Annie

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000295
:

Hrúturinn Hreinn

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000325
:

Veiðimennirnir

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000318
:

Fifty Shades of Grey

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000294
:

Birdman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000289
:

Ömurleg brúðkaup

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000308
:

Paddington

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000304
Barnaafmæli
Ráðstefnur
Hópar
Emiði