Smárabíó í dag

:

Straight Outta Compton

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000364

Árið 1987 hlóðu fimm ungir menn vonbrigðum sínum, reiði og vonleysi gagnvart lífinu á hættulegustu slóðum Bandríkjanna inn í kraftmesta vopnið sem þeir bjuggu yfir: tónlistina. 

Straight Outta Compton segir söguna af því hvernig þessir uppreisnarmenn í menningunni stóðu uppi í hárinu á yfirvaldinu sem reyndi að halda þeim niðri með lýríkina, derringinn, taktinn og hreinskilnina að vopni og stofnuðu hættulegasta hóp sögunnar: N.W.A. 

Þeir sögðu sannleikann sem enginn hafði fyrr orðað; afhjúpuðu lífið í fátækrahverfinu og vöktu þar með samfélagslega byltingu sem lifir enn. 

12

:

Hitman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000355

Spennumynd sem byggir á tölvuleikjunum vinsælu. Myndin hverfist um leigumorðingjann sem var erfðafræðilega samsettur til að vera hin fullkomna drápsvél og þekkist einungis af síðustu tveimur tölustöfunum í strikamerkinu aftan á hálsinum á honum. Hann er afsprengi áratuga af rannsóknum og fjörtíu og sex fyrirrennara sinna - sem veitir honum óviðjafnanlegan styrk, hraða, úthald og greind. Nýjasta skotmark hans er stórfyrirtæki sem áforfmar að leysa úr læðingi fortíð Fulltrúa 47 til að skapa her drápsklóna með krafta sem jafnast á við hans eigin. 

16

:

Frummaðurinn

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000403

Fyrir tveim milljónum ára, rétt eftir hádegi, féll ungur apamaður, að nafni Eðvarð, úr trénu sínu og braut aðra framlöppina. 

Til að lifa af þarf Eðvarð að standa uppréttur, þannig finnur hann uppá að ganga á tveimur fótum. En hann er aleinn og umkringdur hættum óbyggðanna. Til að sannfæra vin sinn um að hjálpa sér eykur Eðvarð hugvitssemi sína og uppgötvar eldinn, veiðar, nýja búsetu, ást og.... von.


L

:

Southpaw

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000365

Hún segir sögu hnefaleikahetjunnar Billys (Jake Gyllenhaal) "The Great" Hope", sem virðist við fyrstu sýn hafa allt sem mann gæti nokkurn tíma dreymt um; tilkomumikinn feril, fallega og ástríka eiginkonu (Rachel McAdams), yndislega dóttur (Oona Laurence) auk þess að lifa í vellystingum. En þá knýja örlögin dyra og harmleikurinn hefst þegar hann missir eiginkonu sína.

Hope sekkur alla leið á botninn. Þá hittir hann þjálfarann Tick Williams (Forest Whitaker) sem vinnur á líkamsræktarstöð í hverfinu. Með seglu og þrjósku reynir Hope, undir leiðsögn Ticks, að vinna líf sitt aftur og ekki síst traust þeirra sem hann missti. 

Myndin er eftir leikstjórann Antoine Fuqua (Training Day) og handritshöfundana Kurt Sutter (Sons of Anarchy) og Richard Wenk (The Mechanic).

12

:

The Fantastic Four

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000354

Kvikmyndin er byggð á ofurhetjuteyminu vinsæla sem spratt fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndablöðum frá Marvel í nóvember árið 1961. Hin fjögur fræknu eru fyrsta, og jafnframt eitt vinsælasta, ofurhetjuliðið úr smiðju Stans Lee og áttu sögurnar um þau stóran þátt í því að byggja upp stórveldið Marvel. 

Hér er um að ræða nýtt upphaf sögunnar, sem hverfist um fjögur ungmenni sem eru hvert á sinn hátt utangátta í samfélaginu. Vísindamennirnir ungu, Sue Storm (Kate Mara), Reed Richards (Miles Teller), Ben Grimm (Jamie Bell) og Johnny Storm (Michael B. Jordan) eru send í annan heim sem er vægast sagt stórhættulegur og hefur ferðalagið þau áhrif á líkama þeirra að þau öðlast ofurkrafta. Líf þeirra tekur stakkaskiptum í kjölfarið og ungmennin breytast í The Invisible Woman, Mr. Fantastic, The Thing og Human Torch. Þau neyðast til að færa sér í nyt hina nýju krafta sem breytt líkamsgerð hefur í för með sér og vinna saman að því að bjarga Jörðinni frá stórhættulegum óvini, Victor Domashev, eða dr. Doom (Toby Kebbell). 

12


:

Trainwreck

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000362

Amy hefur staðið í þeirri trú síðan hún var lítil stúlka að einkvæni væri ekki eðlilegt. Hún lifir eftir því á fullorðinsárum og nýtur þess sem hún telur vera óheft frelsi, laust við skuldbindingar, leiðinlega rómantík og stífni en í raun og veru hjakkar hún svolítið í sama farinu. Þegar hún svo fellur fyrir heillandi íþróttalækni sem hún vinnur að grein um veltir hún því fyrir sér hvort aðrir fullorðnir, þar með talinn maðurinn - sem virðist vera heillaður af henni, hafi kannski hitt naglann á höfuðið. 

12

:

Pixels

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000353

Geimverur mistúlka myndbandsupptökur af sígildum tölvuleikjum úr spilakössum og líta á þær sem stríðsyfirlýsingu. Þær ráðast á jörðina og nota leikina sem fyrirmyndir fjölbreyttra árása. Will Cooper forseti hringir í æskuvin sinn, Jules Brenner sem var tölvuleikjahetja á níunda áratugnum og starfar nú við að setja upp heimabíó. Brenner fær það verðuga verkefni að leiða hóp gamalla tölvuleikjakempa til að sigra geimverurnar og bjarga plánetunni. 

Kvikmyndin ætti að kalla fram nostalgíu hjá öllum þeim sem lifðu spilakassamenningu níunda áratugarins og kynnir jafnframt tölvuleikjapersónur sem löngu eru orðnar ódauðlegar fyrir yngri kynslóðum. Það eru engir aukvisar sem fara með aðalhlutverkin, því auk Pac-Man, Donkey Kong og Centipede má sjá Adam Sandler, Kevin James, Josh Gad, Michelle Monaghan, Peter Dinklage og marga fleiri valinkunna leikara í myndinni. 

Aðeins sýnd í 2D í Háskólabíói. 


:

Minions (Íslenska)

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000350

Hinir elskulegu og stórfrægu skósveinar úr Aulanum ég eru mættir í eigin bíómynd. Hér er rakin sagan af litlu, gulu bananaóðu sérvitringunum frá upphafi tímans. Í gegnum tíðina hafa skósveinarnir gengt mikilvægu hlutverki að þjóna metnaðarfyllstu skúrkum allra tíma, þar á meðal Genghis Khan, Drakúla, Napóleon og fleirum. Dag einn eru skósveinarnir allir með tölu orðnir þreyttir á nýja stjóra sínum og ákveður einn að nafni Kevin að kominn sé tími á tilbreytingu. Við tekur litrík og kostuleg atburðarás og á vegi þeirra skósveina verða meðal annars nokkrir unglingar og þorpari sem ákveður í eitt skipti fyrir öll að losa heiminn við alla skósveina.

L

Háskólabíó í dag

:

Straight Outta Compton

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000364
:

Absolutely Anything

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000377
:

Hitman

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000355
:

Southpaw

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000365
:

Amy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000400
:

Minions (Íslenska)

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000350
:

Hrútar

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000356
:

Rams

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
Barnaafmæli
Ráðstefnur
Hópar
Emiði