Smárabíó í dag

:

Terminator Genisys

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

Arnold Schwarzenegger svo sannarlega kominn aftur í því sem kalla má upprisu Tortímandans. Myndir James Cameron um vélmennið manngerða eru fyrir löngu orðnar sígildar og aðdáendur ættu ekki að vera sviknir af endurkomu Tortímandans. 

16

:

TED 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000349

Ted og Tami-Lynn eru nýgift og langar til að eignast barn. En til þess að mega verða foreldri þarf Ted að sanna að hann sé lifandi persóna fyrir dómstólum. Seth MacFarlane leikstýrir þessari bráðfyndnu og kolsvörtu gamanmynd og meðal þeirra sem eru í aðalhlutverkum eru Liam Neeson, Mark Wahlberg og Amanda Seyfried. 

12


:

Albatross

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000347

Tómas er ungur og ástfanginn maður sem ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitar en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir.

Þannig er söguþráður gamanmyndarinnar Albatross sem gerð er af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni sem er á lokametrunum.Farið var í vel heppnaða söfnun á Karolina Fund til að klára eftirvinnslu myndarinnar og er Albatrossfyrsta leikna kvikmyndin sem fjármögnuð er í gegnum síðuna.

Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. Faðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk Kjartans, yfirmanns Tómasar sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golfklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni (Papamug).

:

She's Funny That Way

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000376

Isabella (Imogen Poots) er gleðikona með þann heita draum að gerast Broadway-leikkona. Kvöld eitt - á miðri vakt - kynnist hún sviðsleikstjóranum Arnold (Owen Wilson) sem ákveður að hjálpa henni í þeim málum og býður henni stórfé fyrir að hætta í vinnunni sinni. Arnold er annars vegar giftur maður og ekki lengi að falla fyrir Isabellu. 

Hún hreppir aðalhlutverkið í nýjustu sýningu hans en setur það allt um koll, sérstaklega í ljósi þess að eiginkona Arnolds, Delta (Kathryn Hahn) leikur einnig í sýningunni ásamt fyrrum elskhuga sínum, Seth (Rhys Ifans). Tilvera Arnolds skánar heldur ekki mikið þegar Joshua (Will Forte), rithöfundur leiksýningarinnar, bætist við hóp þeirra sem sér ekki sólina fyrir Isabellu, þrátt fyrir að hann sé sjálfur í ástarsambandi við bitra sálfræðinginn hennar, Jane (Jennifer Aniston).

6

:

Inside Out

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000374

Dagný er nýflutt ásamt foreldrum sínum á nýjan stað og byrjuð í nýjum skóla. Hún saknar vitaskuld gömlu heimaslóðanna og vinanna. Áhorfendur fá að kynnast Dagnýju, foreldrum hennar og fjölskylduaðstæðum en um leið fá þeir einnig að hitta þær tilfinningar bærast innra með þeim. Í líkama Dagnýjar ráða nefnilega ríkjum þau Gleði, Sorg, Óbeit, Reiði og Ótti. 
Sýnd með íslensku tali í 2D og 3D.

L

:

Jurassic World

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000348

Tuttugu og tveimur árum eftir að atburðirnir skelfilegu áttu sér stað í Júragarðinum (1993) er á ný kominn upp risaeðlugarður á Isla Nublar eftirmynd hugarsmíðar Johns Hammond, sem kallast Jurassic World. Garðurinn hefur verið starfræktur í tíu ár og gestafjöldinn minnkar með hverjum mánuðinum. Til þess að laða gesti að er ný skepna sköpuð, en tilraunin fer vægast sagt úr böndunum. 

12

:

Spy

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000337

Susan Cooper (Melissa McCarthy) er starfsmaður CIA; hún vinnur við skrifborð í greiningardeildinni en er í rauninni hugmyndasmiðurinn á bak við hættulegustu verkefni stofnunarinnar. Þegar félagi hennar lendir í háska býðst hún til að fara í dulargervi, ganga inn í heim stórhættulegra vopnasala og freista þess að koma í veg fyrir að heimsmyndin eins og við þekkjum hana hrynji. 

Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er gamla kempan Paul Feig, en hann hefur skrifað handritið og leikstýrt hverjum gullmolanum á fætur öðrum í gegnum tíðina. Nefna má The Naked Gun 33 1/3: The Final Insult, That Thing You Do, Bad Teacher og Bridesmaids. Leikararnir eru heldur ekki af verri endanum því ásamt McCarthy eru þau Jason Statham, Rose Byrne og Jude Law í aðalhlutverkum. 

12

:

Hrútar

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000356

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi.

Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Yfirvöld ákveða að skera niður allt sauðfé til þess að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem er þeim kærast og grípa til sinna ráða.


Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes um daginn og fékk frábærar viðtökur:

"As Hakonarsons beautifully modulated film progresses, recuring images contrast and poignantly resonate with meaning. // Sturla Brandth Grovlen shows his mettle with striking, naturally lit widescreen cinematography. // Perfectly paced cutting by Kristjan Lodmfjord. // Gorgeus, melancholy music by Atli Ovasson." – VARIETY


"This astonishing addiction to animals was nonetheless once again a highly effective source of inspiration for Rams, which plunges audiences into a course, laconic world, in direct contact with nature and the elements, which nonetheless is full of humour and tenderness under its thick skin."
- CINEUROPA


"A film that works, not with the head, but with its heart"
- FLIX

6Háskólabíó í dag

:

Terminator Genisys

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt
:

TED 2

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000349
:

Albatross

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000347
:

Jurassic World

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000348
:

Hrútar

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Smárabíó,Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000356
:

Rams

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt
:

Bakk

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000335
:

Loksins heim

Sena - Vörueigindi

 • Kvikmyndahús Háskólabíó,Allt

eMidi

 • eMiði - Auðkenni HO00000328
Barnaafmæli
Ráðstefnur
Hópar
Emiði