Barnaland

Barnagæsla Smáralindar býður upp á frábæra afþreyingu fyrir börnin. Svæðinu er skipt í tvennt þar sem annar hlutinn er sérhannaður fyrir káta leikskólakrakka en hinn fyrir fjörkálfa á grunnskólaaldri. Börn geta dvalið allt frá 1 og upp í 2 klukkustundir í senn í Barnalandi. Fyrir eldri krakkana er RISA Frumskógarhús á fimm hæðum, stútfullt af spennandi leikjum. Þarna er auðvelt að gleyma sér í völundarhúsi með rennibrautum, boltalauginni eða öðru ótrúlegu ævintýri. Hægt er að finna eitthvað sem hentar öllum og sjáum við til þess að allir skemmti sér vel.

Opnunartímar og verð

Barnagaesla

Vinsamlegast athugið

 • Börn yngri en 4ja ára verða að vera í fylgd með forráðamönnum (12 ára eða eldri)
 • Öll börn þurfa að vera skráð hjá starfsmanni
 • Tilkynna skal starfsmönnum um ofnæmi eða önnur heilsufarsatriði og/eða skerta félagsfærni sem getur stofnað barninu og öðrum börnum í hættu
 • Skilja skal yfirhafnir og skó eftir á þar til gerðu svæði. Enginn ábyrgð er tekin á verðmætum
 • Allir eiga að vera í sokkum
 • Það er með öllu óheimilt að klifra utan á frumskógarhúsunum
 • Óheimilt er að taka leikföng inní húsið
 • Starfsmanni er heimilt að vísa börnum út sem haga sér ósæmilega eða á enhvern hátt fylgja ekki settum reglum
 • Foreldrar/forráðamenn barna sem eru í vörslu starfsólks barnagæslunnar verða að vera innan Smáralindar meðan dvöl barna stendur í Barnalandi, svo hægt sé að ná í þá með stuttum fyrirvara
 • Foreldrar/forráðamenn verða að vera mættir áður en umsömdum tíma lýkur til að sækja börnin sín
 • Óheimilt er að koma með veitingar í barnagæsluna.