Frönsk kvikmyndahátíð
French Film Festival
Myndaalbúm
Franska kvikmyndahátíðin 2019
Alliance Française í Reykjavík og franska sendiráðið á Íslandi, í samstarfi við Institut français kynna nitjándu frönsku kvikmyndahátíðina sem fram fer dagana 6. til 17. febrúar 2019 í Háskólabíó í Reykjavík.
Kanadíska sendiráðið býður upp á sýningu kanadískrar bíómyndar.
Þrjár ókeypis sýningar verða líka í boði í Veröld - húsi Vigdísar í samtarfi við frönskudeild Háskóla Íslands.
Franska kvikmyndahátíðin verður líka í boði á Ísafirði og á Egilsstöðum.
Myndirnar á hátíðinni verða 8 talsins en eins og áður er fjölbreytnin í fyrirrúmi, svo að allir ættu að finna mynd við sitt hæfi.
Myndaúrvalið má sjá hér að neðan:
- Að synda eða sökkva / Le Grand Bain / Sink or Swim
- Lýðurinn og kóngurinn hans / Un Peuple et son Roi / One Nation, One King
- Með forsjá fer... / Jusqu‘à la garde / Custody
- Kvölin / La Douleur / Memoir of war
- Barbara
- Lovísa missir af lestinni / Louise en hiver / Louise by the shore
- Fall Bandaríkjaveldis / La Chute de l‘empire américain / The fall of the American empire
- Tunglferðin / Le Voyage dans la lune / A trip to the moon
- Núll fyrir hegðun / Zéro de conduite / Zero for conduct
- Fjögur hundruð högg / Les Quatre cents Coups / The four hundred blows
Hægt er að kaupa 3 skipta passa á 3600 kr. sem gildir á allar myndir Frönsku hátíðarinnar í miðasölu og sjálfsala Háskólabíós.
Einnig er hægt að kaupa Hátíðarpassa á 6000 kr. sem gildir einu sinni á allar myndir á meðan hátíðinni stendur en hægt er að nálgast passann í miðasölu og sjálfsala Háskólabíós.