FIFAafmæli


Smárabíó býður Íslendingum í fyrsta skipti upp á að leigja fullkomna aðstöðu til að spila tölvuleikinn FIFA!

Í FIFAafmæli Smárabíós hefur þú aðgang að þremur PlayStation 4 leikjatölvum og 12 stýripinnum þannig að 12 einstaklingar geta spilað í mótinu í einu í 2v2 keppnis fyrirkomulagi eða 6 í einu í 1v1 keppnisfyrirkomulagi. 
FIFA mótin eru skipulögð af starfsfólki Smárabíós og er tími móta breytilegur eftir fjölda gesta.

Innifalið í FIFAafmæli er:
* Skipulagt FIFA-mót
* Aðgangur að FIFA herberginu  
* 2 pizzusneiðar og gos/safi á mann.
* Gjöf handa afmælisbarni.

Vinsamlegast fylltu út formið hér að neðan til að panta FIFAafmæli: