Smárabíó

Eina kvikmyndahús landsins með Laser í alla sali og Dolby Atmos

Smárabíó rúmar yfir 1.000 manns í sæti í fimm sölum en í öllum sölum er fullkomin stafræn tækni ásamt Real D þrívídd og búnaði til að horfa á beinar útsendingar. Smárabíó varð fyrst til að bjóða Íslendingum upp á að fylgjast með beinum útsendingum í þrívídd frá stórum íþróttaviðburðum og komust jafnan færri að en vildu.

Okkar takmark er skýrt; að bjóða gestum upp á hámarksgæði í öllum sölum. Við erum með mestu myndgæðin, mestu hljóðgæðin, stór sýningartjöld og öll sæti eru með gott útsýni. Það er laser myndægði frá Barco í öllum sölum og Dolby Atmos hljóðkerfi í Smárabíó Max. Smárabíó leitast við það á hverjum degi að vera kvikmyndahús á heimsmælikvarða.

Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í öllum sölum.

Lúxussalurinn í Smárabíói er með mestu þægindin.

Smárabíó Max er með bestu tæknina.

Ráðstefnur eru gjarnan haldnar í Smárabíói við góðar undirtektir.

Setustofan er hlýlegt og skemmtilegt svæði þar sem ungir sem aldnir geta notið þess að vera fyrir sýningar og í hléum.

Miðakaup

Smarabio_Sjalfsalar

Nú er hægt að kaupa miða í miðasölu bíóhúsanna, á netinu og í sjálfsölum. Sjálfsalarnir er nýjung fyrir bíóhúsin þar sem þú getur flýtt fyrir þér með því að kaupa bæði miða og tilboð af veitingum. Þegar greitt hefur verið fyrir miðann og/eða veitingarnar kemur upp inneignarmiði sem veitir þér aðgang í flýtileið í veitingasölunni. Í flýtileiðinni er einungis hægt að nálgast vörur sem keyptar voru í sjálfsölum og því er ekki hægt að bæta öðrum vörum við.


Opnunartímar

15:00 á virkum dögum
12:30 um helgar

 Vinsamlegast athugið:

  • Veip er bannað í Smárabíói.
  • Óheimilt er að fara með ungabörn og ung börn á myndir sem eru bannaðar innan 12 ára og eldri.
  • Samkvæmt lögum um eftirliti með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvileikjum nr. 62/2006 er börnum óheimilt að fara ein, án fylgdar fullorðinna, á bannaðar myndir.