Tónlistarmaður sem á frekar á brattann að sækja fremur en hitt, áttar sig á því að hann er eini maðurinn í heiminum sem man eftir bresku hljómsveitinni Bítlunum, eða The Beatles.
Við bjóðum upp á foreldrabíó í Smárabíói fyrsta föstudag hvers mánaðar. Foreldrabíó er bíóupplifun sem er sérsniðin að foreldrum í fæðingarorlofi sem vilja mæta með ungabörnin sín og njóta þess að horfa á nýjustu kvikmyndirnar á hvíta tjaldinu! Í foreldrabíói lækkum við hljóðið og dimmum ljósin svo ungviðið geti sofið og foreldrar séð til þegar þarf að sinna krílunum. Við bjóðum einnig upp á skiptiaðstöðu fyrir ungabörnin.