Ópera: Óþelló (Verdi)

Ópera: Óþelló (Verdi)

Leikstjórn:

Leikarar:

Óperustjarnan Jonas Kaufmann fer með aðalhlutverkið í glænýrri uppfærslu Konunglegu óperunnar í London á meistaraverkinu Óþelló. Óperan verður sýnd í beinni miðvikudaginn 28. júní í Háskólabíói.

Þetta er í fyrsta skipti sem hinn heimsfrægi tenór, Jonas Kaufmann, tekur að sér hlutverkið í þessari tragísku óperu. Keith Warner leikstýrir verkinu en hann er meðal fremstu óperuleikstjóra heims og hefur meðal annars unnið Olivier-verðlaun fyrir starf sitt. Í uppsetningu sinni á Óþelló leggur hann áherslu á andstæðurnar ljós og myrkur, hið góða og hið illa. Franski barítóninn Ludovic Tézier fer með hlutverk Iagos og ítalska sópransöngkonan Maria Agresta fer með hlutverk Desdemonu. Lygar Iagos kynda undir óöryggi persónanna og það reynir mikið á traustið milli þeirra. Við fáum að sjá hvernig andlegri heilsu Óþellós fer hrakandi eftir því sem á líður verkið og lygum Iagos fjölgar. Vinir verða að óvinum og óvinir verða að vinum í þessu dimma og drungalega sálfræðidrama eftir Verdi.

Tónlist Verdis er byggð á átakanlegum skrifum Shakespears og útkoman fær hjartað heldur betur til að slá. Dúettar Óþellós og Desdemonu verða sífellt örvæntingarfyllri og spennan viðheldur sér allt frá ofsafulla storminum í opnunaratriði óperunnar til „Credos“ í flutningi Iagos sem fær blóðið til að frjósa í æðunum. Stíllinn sem hönnuðurinn Boris Kudlička býður áhorfendum upp á er látlaus og einfaldur og Kaspar Glaner færir óperuna inn í nútímann með búningahönnun sinni.

Jonas Kaufmann / Maria Agresta / Ludovic Tezier

Tónlistarstjóri: Antonio Pappano / Leikstjóri: Keith Warner

Lengd: 165 mínútur
Jonas Kaufmann / Maria Agresta / Ludovic Tezier

Óperan er sungin á ítölsku og sýnd með enskum texta.

Twitter

Ópera: Óþelló (Verdi)
Ópera: Óþelló (Verdi)