Ópera: Töfraflautan

Ópera: Töfraflautan

Leikstjórn:

Leikarar:

David McVicar blæs lífi í hina dýrðlega óperu Töfraflautuna eftir Mozart og hefur fengið sviðsmyndahönnuðinn John Macfarlane til liðs við sig. Hljómsveitinni stjórnar Julia Jones og margir flottustu óperusöngvarar heims koma fram, þar á meðal Roderick Williams í hlutverki Papageno.
Tamino prins lofar Næturdrottningunni að bjarga dóttur hennar, Paminu, úr klóm galdramannsins Sarastro. Hann leggur af stað í ferðalagið með fuglafangaranum Papageno. En ekki er allt sem sýnis ...

Uppsetning Davids McVicars nær bæði að fanga alvarleikann og kómedíuna í verki Mozarts. Áhorfendur eru fluttir í ævintýralegan heim þar sem sjá má dansandi dýr og fljúgandi vélar innan um ægibjartan stjörnuhimininn. Umgjörðin gefur yndislegum og síbreytilegum tónum Mozarts byr undir báða vængi, allt frá flugeldasýningu Næturdrottningarinnar til ástardúetta Taminos og Paminu og hjartnæmu aríum Papagenos.

Töfraflautan er kómedía en í henni má líka sjá hvernig Mozart gerir leitinni að visku og dyggð hátt undir höfði. Töfraflautan varð vinsælt verk og áhorfendur fögnuðu mikið á fyrstu sýningum hennar. Aðalkeppinautur Mozarts, Salieri, sagði verkið vera „operone“ – eða stórkostleg ópera.

Verkið er um það bil 3 klukkustundir og 10 mínútur að lengd með einu hléi.
Óperan er sungin á þýsku með enskum texta.

Tónlist - WOLFGANG AMADEUS MOZART
Liberetto - LORENZO DA PONTE
Leikstjóri - DAVID MCVICAR
Hljómsveitarstjóri - JULIA JONES

TAMINO - MAURO PETER
PAMINA - SIOBHAN STAGG
PAPAGENO - RODERICK WILLIAMS

Twitter

Ópera: Töfraflautan

Kaupa miða

Veldu sýningu

miðvikudagur 20. september

Háskólabíó

19:15
Ópera: Töfraflautan Frumsýning 20. september