American Made

American Made

Leikstjórn: Doug Liman

Leikarar: Jayma Mays, Domhnall Gleeson, Tom Cruise

Ótrúleg frásögn af ævi Barry Seal, fyrrum flugstjóra sem gerist smyglari fyrir glæpaklíkur Suður Ameríku á níunda áratugnum, en er síðan knúinn til njósnastarfa fyrir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Oft er sagt að sannleikurinn geti verið ótrúlegri en skáldskapur og það sannast í þessari mynd! Hún segir kostulega sögu flugmannsins, eiturlyfjasmyglarans og CIA-uppljóstrarans Barrys Seals sem Tom Cruise þykir leika af mikilli snilld.

Barry Seal var flugmaður sem ákvað að söðla hressilega um og gerast stórtækur eiturlyfjasmyglari fyrir hinn stóra, kólumbíska Medellín-eiturlyfjahring þar sem hann tók m.a. við skipunum beint frá Pablo Escobar. Barry tókst að smygla ógrynni af kókaíni til Bandaríkjanna og efnaðist mjög enda fékk hann um hálfa milljón Bandaríkjadala fyrir hvert flug. Að því kom þó að hann var handtekinn og árið 1984 var hann dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir þær smyglferðir sem sönnuðust á hann. Þá brá hann á það ráð að gerast uppljóstrari fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA og það samstarf og sönnunargögnin sem Barry aflaði átti m.a. eftir að verða veigamikill þáttur í Iran-Contra-hneykslinu mikla sem skók bandarísk stjórnmál á níunda áratug síðustu aldar.

Þar með er sagan þó ekki öll sögð því Barry lumaði á sínu eigin einkatrompi í þeim blekkingarleik sem þarna hófst!

Twitter

American Made
American Made