Ballett: Hnotubrjóturinn 2018

Ballett: Hnotubrjóturinn 2018

Leikstjórn:

Leikarar:

Jólagjafir ungrar stúlku leiða hana inn í ótrúlegt jólaævintýri í þessu dásamlega klassíska ballettverki þar sem dansað er við stórfenglega tónlist Tchaikovsky.

Jólanótt er gengin í garð og galdramaður að nafni Drosselmeyer tekur hina ungu Clöru í ævintýralegt ferðalag þar sem tíminn stendur kyrr og stofan verður að stórum orrustuvelli. Á ferð þeirra fara þau gegnum snjólendi alla leið til konungsríkis sem kennir sig við sætindi. Ljúfar nótur Tchaikovsky í bland við heillandi túlkun Konunglega ballettsins á ævintýrinu tendrar hreina og tæra jólagleði í hjörtum áhorfenda.

Uppsetning Peter Wright á Hnotubrjótinum er ein vinsælasta útgáfa verksins og er hún reglulega sýnd af Konunglegu óperunni í London. Hún þykir afar hátíðleg þar sem snjókornin dansa sporin eftir Lev Ivanov við heillandi og sykursæta tónlist Tchaikovsky sem mörgum þykir ómissandi partur af hátíðarhöldunum.

Verkið er um það bil 2 klukkustundir og 30 mínútur að lengd með einu hléi.

Danshöfundur - Peter Wright (eftir Lev Ivanov)
Tónlist - Pjotr Thaikovsky

Twitter

Ballett: Hnotubrjóturinn 2018
Ballett: Hnotubrjóturinn 2018