Ballett: Lísa í Undralandi 2017

Ballett: Lísa í Undralandi 2017

Leikstjórn:

Leikarar:

Eltu Lísu niður í kanínuholuna í fjörugu ballettverki Christophers Wheeldons sem byggt er á samnefndri bók Lewis Carroll.

Á þessum sólríkum sumardegi í garðpartíi verður Lísa vitni að því þegar vinur foreldra hennar, Lewis Carroll, breytist í kanínu. Hún eltir hann niður í kanínuholu þar sem atburðirnir verða sífellt forvitnilegri. Á ferðalagi Lísu um Undraland hittir hún fjölda furðulegra vera. Ringulreiðin tekur völdin en skyndilega vaknar Lísa. Var þetta draumur?

Uppfærsla Christophers Wheeldon á Lísu í Undralandi sem byggir á bókum Lewis Carroll er svo sannarlega til vitnis um töfrandi sagnamennsku. Sýningin sló í gegn þegar hún var fyrst sett á svip árið 2011 sló sannarlega í gegn. Tónlist Joby Talbots blandar saman nýklassískum hljóðheimi og yfirgripsmiklum melódíum sem vísa til balletttónlistar 19. aldarinnar. Einstök sviðsmynd Bobs Crowley sýnir hversu fjörugt ímyndunarafl hann hefur og leikmunirnir, brúðurnar og danssporin gera Undraland undursamlega raunverulegt.

Í sýningunni mætir Lísa kynjaskepnum Undralands, sem ættu að vera flestum kunnar, þeirra má meðal brjálaða Hattaranum, hvítu kanínunni, Hjartadrottningunni skapstyggu og jafnvel sjálfum Lewis Carroll. En ballettinn tekur líka á dekkri hliðum sögunnar. Martraðarlega eldhúsinu, óhugnanlega Glottsýslukettinum og ruglaða teboðinu bregður öllum fyrir. Hrífandi útkoman sýnir Konunglega ballettinn í essinu sínu og tekst honum fullkomlega að sýna okkur það besta úr heimsklassa danslist með frábærri fjölskylduskemmtun. En umfram allt er ballettinn stórfengleg útfærsla á brjáluðum fantasíuheimi Carrolls sem allir geta notið.

Danshöfundur: Christopher Wheeldon
Tónlist: Joby Talbot

Verkið er um það bil 2 tímar og 50 mínútur með tveimur hléum.

Twitter

Ballett: Lísa í Undralandi 2017
Ballett: Lísa í Undralandi 2017