Fullir vasar

Fullir vasar

Leikstjórn: Anton Sigurðsson

Leikarar: Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason, Hjálmar Örn Jóhannsson, Nökkvi Fjalar Orrason, Aron Már Ólafsson, Egill Ploder

Fullir Vasar er nýjasta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Antons Sigurðssonar og fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslan í kjölfar þess fer í gang atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir.

Hér er á ferðinni gamanmynd með spennuívafi og söguþræði sem kemur skemmtilega á óvart. Hjálmar Örn Jóhannesson leikur hinn frekar misheppnaða (Arnar Thor) sem hefur komið sér í tug milljóna króna skuld við hættulegasta mann Íslands sem (Gulli bílasali – leikinn af Ladda). Til að bjarga sér út úr klípunni fær hann til liðs við sig þrjá menn til að ræna bankann, grímuklæddir og vopnaðir. Hvað gæti farið úrskeiðis?

Með hlutverk fjórmenninganna í myndinni fyrir utan Hjálmar fara þeir Aron Már Ólafsson (Aron Mola) og Áttu-mennirnir Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason. Þeir félagar hafa lítið leikið áður en eiga það sameiginlegt að hafa gert það gott á Snapchat þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda.

Twitter

Fullir vasar
Fullir vasar