Hjartasteinn

Hjartasteinn

Leikstjórn: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Leikarar: Gunnar Jónsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Soren Malling, Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Katla Njálsdóttir, Diljá Valsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Rán Ragnarsdóttir, Sveinn Sigurbjörnsson, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Theodór Pálsson

Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Þetta er örlagarík þroskasaga sem fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd. Guðmundur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri og handritshöfundur á undanförnum árum fyrir margverðlaunaðar stuttmyndir sínar. Þar hefur Hvalfjörður reynst vera sérlega sigursæl, enda unnið til um 50 verðlauna á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn, þar á meðal sérstök dómnefndarverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.

Hjartasteinn hlaut þann heiður, fyrst íslenskra mynda, að vera heimsfrumsýnd í keppni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum september 2016. Næstu fjóra mánuði þar á eftir tók myndin þátt í samtals 16 kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn og hlaut í heildina 17 verðlaun og er því orðin ein af verðlaunamestu íslensku myndum síðari ára.


ATH Allar sýningar sem eru sýndar í Háskólabíó kl. 18 eru á íslensku með enskum texta.

Twitter

Hjartasteinn

Kaupa miða

Veldu sýningu

föstudagur 20. janúar

Háskólabíó

21:00

laugardagur 21. janúar

Háskólabíó

15:00 21:00

sunnudagur 22. janúar

Háskólabíó

15:00 21:00

mánudagur 23. janúar

Háskólabíó

21:00

þriðjudagur 24. janúar

Háskólabíó

21:00

miðvikudagur 25. janúar

fimmtudagur 26. janúar

Háskólabíó

21:00
Hjartasteinn