King Arthur: Legend of the Sword

King Arthur: Legend of the Sword

Leikstjórn: Guy Ritchie

Leikarar: Annabelle Wallis, Charlie Hunnam, Jude Law

Hin kynngimagnaða saga af Artúri sem var sviptur arfleifð sinni sem réttborinn konungur Englands. Hinn illi og göldrótti Vortigern myrti föður hans Uther og rændi völdunum en sannleikurinn á eftir að koma í ljós þegar Artúri tekst fyrstum manna að draga sverðið úr steininum og sanna um leið fyrir öllum hver hann er í raun og veru.

Þessi stórmynd er byggð á upphafi þjóðsögunnar um Artúr Englandskonung sem ásamt liðsmönnum sínum, þar á meðal nokkrum tilvonandi riddurum hringborðsins, þurfti að heyja harða, viðburðaríka og vægast sagt tvísýna baráttu við hinn rammgöldrótta Vortigern og illþýðið í kringum hann til að endurheimta Englandskrúnuna sem var Artúrs með réttu. Myndin er ein dýrasta mynd ársins enda var ekkert til sparað við gerð hennar!

Twitter

King Arthur: Legend of the Sword
King Arthur: Legend of the Sword