Lýðurinn og kóngurinn hans
Leikstjórn: Pierre Schoeller
Leikarar: Louis Garrel, Laurent Lafitte, Gaspard Ulliel, Céline Sallette, Adéle Haenel
One Nation, One King / Un Peuple et son Roi
Árið 1789 gerir lýðurinn uppreisn. Örlög almúgakarla og kvenna og sögufrægra persóna fléttast saman. Og þungamiðja sögunnar er afdrif konungsins og koma lýðveldisins.
Myndin hreppti verðlaunin á pólitísku kvikmyndahátíðinni í Porto Vecchio árið 2017.
Lýðurinn og kóngur hans er „freska með sögulegum, pólitískum og mannlegum flötum og lofsamar kjark og mótþróa borgara sem eru fúsir að deyja fyrir frelsið» (CNews).
Myndin er sýnd með íslenskum texta.
Athugið að ekki er hægt að nota almenn gjafabréf eða boðsmiða í Háskólabíó og Smárabíó á Frönsku kvikmyndahátíðina.
Við bjóðum upp á 3 skipta passa auk Hátíðarpassa sem gilda á allar á meðan hátíðinni stendur.