Lovísa missir af lestinni

Lovísa missir af lestinni

Leikstjórn: Jean-François Laguionie

Leikarar:

Louise en hiver / Louise by the shore

Sumarið er liðið og Lovísa er ein eftir á auðri baðströnd. Þar er hvorki rafmagn né sími og hún verður að glíma við náttúruöflin og einveruna. Gamlar minningar vakna til lífsins og ævintýrið kviknar.

Jean-François Laguionie er höfundur meistaraverksins „Málverkið“ en í þessari mynd sinni segir hann á kíminn og ljóðrænan hátt frumlega sögu af Lovísu. Þetta er dýrleg saga fyrir alla aldurshópa.

„Snilldarverk, lofsöngur til lífs og frelsis“ (Le Figaro).

Myndin er sýnd með íslenskum texta.

Athugið að ekki er hægt að nota almenn gjafabréf eða boðsmiða í Háskólabíó og Smárabíó á Frönsku kvikmyndahátíðina.
Við bjóðum upp á 3 skipta passa auk Hátíðarpassa sem gilda á allar á meðan hátíðinni stendur.

Twitter

Lovísa missir af lestinni
Lovísa missir af lestinni