Stóri dagurinn

Stóri dagurinn

Leikstjórn: Reem Kherici

Leikarar: Nicolas Duvauchelle, Julia Piaton, Reem Kherici

Þau Mathias og Alexia hafa verið par í talsverðan tíma þegar Mathias álpast út í framhjáhald með konu að nafni Juliette. Þegar Alexia finnur nafnspjaldið hennar í vasa Mathiasar misskilur hún það sem bónorð því á því stendur að Juliette starfi við að skipuleggja brúðkaup ... og segir auðvitað "já".

Stóri dagurinn er ærslafull gamanmynd eins og Frökkum einum er lagið að gera. Misskilningur á misskilning ofan skapar flóknar en bráðfyndnar flækjur sem flækjast enn meira eftir því sem á líður. Mathias pikkfestist í lygavef sínum sem vonlaust er fyrir hann að leysa sig úr nema með slæmum afleiðingum. Hvað gera bændur þá?

Twitter

Stóri dagurinn
Stóri dagurinn