Sumartónleikar André Rieu

Sumartónleikar André Rieu

Leikstjórn:

Leikarar:

Fjölmargir þekkja hann sem „konung valsins“. André Rieu er einn af vinsælustu tónlistarmönnum heims og hans árlegu sumartónleikar verða bráðum haldnir í heimabænum Maastricht í Hollandi. Tónleikarnir verða fluttir frammi fyrir þúsundum áhorfenda í gullfallegu miðaldaumhverfi og verða tónleikarnir sýndir í kvikmyndahúsum um allan heim.

André hefur haldið tónleika á þessu rómantískasta torgi Hollands á miðsumarskvöldum í þrettán ár og sem fyrr nýtur hann stuðnings sinfóníuhljómsveitar Johanns Strauss sem fagnar 30 ára afmæli sínu. Að auki koma við sögu stórfínir sópransöngvarar, tenórar og aðrir sérstakir gestir. André er fullur af húmor, gleði og tilfinningum og býður gestum sínum upp á ógleymanlega tónlistarupplifun sem hentar öllum aldurshópum.

Bíógestir á tónleikum André eru farnir að þekkja kynninn Charlotte Hawkins vel en hún hefur margoft tekið frábær og persónuleg viðtöl við fiðlumeistarann mikla. Hún mun nú grípa hann um leið og hann stígur af sviði en þessi viðtöl standa einungis gestum í kvikmyndahúsum til boða.

Fyrir nákvæmlega 30 árum stofnaði André sinfóníusveit sem ber nafnið Johann Strauss Orchestra. Á þeim þremur áratugum sem hljómsveitin hefur starfað hefur hún farið úr því að vera fámennur hópur tónlistarmanna að æfa í kennslustofu í grunnskóla í því að spila á mörgum helstu tónleikastöðum í heiminum!

Um er að ræða ótrúlega kvikmyndasýningu sem sýnd verður samtímis í mörgum flottustu kvikmyndahúsum í heiminum laugardaginn 22. júlí og sunnudaginn 23. júlí! Komdu og fáðu sæti á besta stað á undraverðum tónlistarviðburði á hvíta tjaldinu, kíktu bak við tjöldin og sjáðu viðtöl við André og sérstaka gesti.

Twitter

Sumartónleikar André Rieu
Sumartónleikar André Rieu