The Big Sick

The Big Sick

Leikstjórn: Michael Showalter

Leikarar: Kumail Nanjiani, Zoe Kazan, Holly Hunter, Ray Romano

Uppistandarinn Kumail er Bandaríkjamaður af pakistönskum ættum og hefur um langt skeið þurft að hafna aragrúa kvonfanga sem foreldrar hans hafa fundið handa honum. En um leið og hann vill ráða ástalífi sínu algjörlega sjálfur vill hann hins vegar ekki styggja trúaða foreldrana og frændgarðinn ef þess er nokkur kostur. Það kviknar fljótlega neisti á milli Kumails og konu sem heitir Emily. En áður en samband þeirra getur orðið alvarlegra þurfa þau bæði, sérstaklega Kumail, að ryðja nokkrum ljónum úr veginum.

The Big Sick er rómantísk kómedía eins og þær gerast bestar enda hefur myndin hlotið afar góða dóma og notið mikilla vinsælda í bandarískum kvikmyndahúsum að undanförnu. Rómantíkin svífur hér yfir vötnunum en um leið þurfa allir sem við sögu koma, bæði þau Kumail, Emily og fjölskyldur þeirra, að takast á við rótgróna fordóma og alls kyns vandamál sem skora þau bæði siðferðis- og menningarlega á hólm. Þetta er mynd sem allir aðdáendur raunsærra, rómantískra gamanmynda eiga eftir að skemmta sér vel yfir.

Twitter

The Big Sick
The Big Sick