The Glass Castle

The Glass Castle

Leikstjórn: Destin Cretton

Leikarar: Woody Harrelson, Brie Larson, Naomi Watts

Glerkastalinn (The Glass Castle) er byggð á æviminningum og samnefndri metsölubók Jeannette Walls sem kom út í Bandaríkjunum árið 2005 og á Íslandi hjá JPV-útgáfunni árið 2008. Jeannette Walls fæddist árið 1960 og ólst upp ásamt þremur systkinum í mikilli fátækt, óreiðu og afskiptaleysi. Faðir þeirra var drykkfelldur skýjaglópur sem hélst hvergi í vinnu og móðirin sagðist vera listakona þótt hún skapaði aldrei neitt af viti og virtist reyndar hvorki vita í þennan heim né annan löngum stundum. Fjölskyldan festi hvergi rætur, var stöðugt að flytja (flýja) og hvorki Jeannette né systkini hennar gengu í skóla á uppvaxtarárunum. Svo fór líka að þau lærðu fljótt að standa á eigin fótum og flúðu öll foreldra sína um leið og þau gátu, en foreldrana dagaði síðan uppi sem hústökufólk í New York.

Twitter

The Glass Castle
The Glass Castle