Námskeið

Smárabíó býður upp á sumarnámskeið í annað sinn sumarið 2020!

Í sumar býður Smárabíó upp á sumarnámskeið fyrir krakka sem vilja upplifa fjölbreytta skemmtun með þéttri dagskrá. Skipulögð dagskrá er alla dagana en smá munur er á námskeiðum milli vikna. Þátttakendur munu fá að prufa leiktækjasal, VR, lasertag, karaoke, ratleik, hópleiki, 1x bíóferðir, blöðrugerð (grænt námskeið), Rushgarðinn (Gult námskeið), Útilasertag (ef veður leyfir) andlitsmálningu og margt fleira.

Smárabió leggur áherslu á hreinlæti, handþvott allra og að spitta alla snertifleti sem oftast. Einnig er nógpláss til að halda 2 metra reglunni öllum stundum.

Þátttakendur mæta á afþreyingarsvæði Smárabíós og eiga að vera sótt þangað í lok dags. Þátttakendur koma sjálfir með nesti en fá popp og svala frá bíóinu þegar hópurinn fer í bíó saman. Eins er boðið upp á pizzaveislu síðasta dag hvers námskeiðis og ekki þarf að taka með sér nesti þann dag. Við mælum með að börnin taki með sér hollt og gott nesti og vatnsbrúsa.

Námskeiðið er frá 12:30 til 16:00 í Smárabíói frá mánudegi til föstudags og er tilvalið fyrir börn á aldrinu 6 til 10 ára.
Starfsfólk er mætt kl. 12:00 og er á staðnum til 16:30.

Grænt námskeið: leiktækjasalur, VR, lasertag, Kareoke, Ratleikur, Hópleikir, Bíóferð, blöðrugerð, útilasertag (ef veður leyfir), andlitsmáling og margt fleira.

Gult námskeið: leiktækjasalur, VR, lasertag, Kareoke, Ratleikur, Hópleikir, Bíóferð, Rushgarðurinn, útilasertag (ef veður leyfir), andlitsmáling og margt fleira

Tímasetningar sem eru í boði eru:


Námskeið 1. 8 til 12 júní - Grænt námkskeið: Lokið
Námskeið 2. 15 til 19 júní (ATH ekki námskeið 17 júní. Verð 15.000) - Gult námskeið :  Uppselt!
Námskeið 3. 22 til 26 júní. - Grænt námkskeið: Uppselt!
Námskeið 4. 29. júní til 3 júlí.- Gult námskeið : Uppselt!
Námskeið 5. 6 til 10 júlí. - Grænt námkskeið Lokið
Námskeið 6. 13 til 17 júlí. - Gult námkskeið: Örfá pláss eftir

Námskeið 8. 27 til 31 júlí.- Gult námkskeið 
Námskeið 9. 4 til 7 ágúst (ATH ekki námkskeið 3 ágúst. Verð 15.000) - Grænt námskeið
Námskeið 10. 10 til 14 ágúst. - Gult námkskeið-Fullt, hægt er að skrá sig á biðlista
Námskeið 11. 17 til 21 ágúst. - Grænt námskeið-Fullt, hægt er að skrá sig á biðlista
*Takmarkað pláss í boði
Fjóri starfsmenn munu sjá um námskeiðið.

ATH Bendum fólki á að klára öll skrefin í skráningarferlinu.

Verð
- 20.000 kr á hvert barn.
- Systikinafasláttur er 15% fyrir annað barnið.
- Þátttökugjald er greitt áður en námskeið hefst.
- Innifalið í verði: Öll afþreying og veitingar á lokadegi (pizza, popp og svali). 

Skilmálar
- Ekki er hægt að skrá börn á námskeiðið í gegnum síma. Starfsfólk skrifstofu geta þó leiðbeint símleiðis í síma 564-0000 ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.
- Ef það þarf að afskrá barn þarf afskráning að berast á namskeid@smarabio.is ekki síður en 5 virkum dögum áður en námskeiðið hefst. Berist afskráningin of seint eða ekki er látið vita, áskilur Smárabíó sér rétt til að innheimta námskeiðsgjöld að fullu, eða eiga námskeiðsgjaldið inni, fyrir öðru námskeiði sama ár.
- Ef öll pláss fyllast er tekið við umsóknum á biðlista. Látið verður vita með viku fyrirvara hvort það losni.
- Smárabíó áskilur sér rétt til notkunar á myndum af þátttakendum í starfi og viðburðum á meðan námskeiðinu stendur. Öll nærgætni og varúð við myndbirtingar eru í samræmi við lög og reglur presónuverndar