RAFÍÞRÓTTANÁMSKEIÐ

Vertu betri rafíþróttamaður á spennandi námskeiði í Smárabíó, en við bjóðum uppá spennandi helgarnámskeið í rafíþróttum á glæsilegu rafíþróttasvæði bíósins í Smáralind.

Þjálfari námskeiðisins er Bjarki Már Sigurðsson, yfirþjálfari Fylkis í rafíþróttum. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að verða betri í ákveðnum leikjum, auk þess að huga að hraustari líkama og sál. Spilað er á PlayStation tölvur.

Námskeiðið er 7 klukkutímar samtals og endar það á skemmtlegri útskriftarveislu þar sem meðal annars er farið í sýndarveruleika og lasertag. Eftir námskeiðið fá þátttakendur útskriftarskírteini og æfingar til að taka með sér heim.

Einstakt tækifæri til að verða betri í leiknum, kynnast öðrum spilurum og læra nýjar aðferðir.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Verð er 15.990 kr á hvern þáttakanda
Systkinaafsláttur er 15% fyrir annað barnið
Þátttökugjald er greitt áður en námskeið hefst.

Innifalið í verði: Þjálfun, skemmtun og veitingar í útskriftarveislu, heimverkefni

Skráning

14. Maí

hefst

2 klst

hver tími

1 helgi

Lengd

Skráning á námskeið

Tímasetningar í boði:
Minecraft námskeið / 14. - 16.maí


ATH Bendum fólki á að klára öll skrefin í skráningarferlinu.