Ný hópa- og afmælistilboð

Smárabíó býður uppá fjölbreyttara úrval af afþreyingu fyrir afmæli og hópa

Smárabíó, sem hefur verið vinsælasta kvikmyndahús landsins frá upphafi, leitast stöðugt að því að bjóða upp á fyrirmyndarþjónustu og afþreyingu fyrir viðskiptavini sína. Sem dæmi má nefna nýjustu uppfærslu á sýningarvélum í öllum sölum yfir í laser varpa á síðasta ári, og umbreyting á sal 1 yfir í Smárabíó MAX með Dolby Atmos hljóðkerfi og Barco laser 4k myndgæði.

Nýjasti liðurinn í uppfærslu Smárabíós er að stækka úrval hópa- og afmælisskemmtana og höfum við því stækkað yfir á alla efri hæð Smáralindar. Ásamt því að bjóða upp á fjölbreyttari úrval afþreyingar höfum við einnig tekið yfir barnagæslu Smáralindar. Meðal nýjunga er eitt fullkomnasta lasertag landsins, glænýjar karaoke græjur og fjölmörg önnur leiktæki.

Smárabíó býður nú, ásamt fyrrum tilboðum í bíó, upp á hópa- og afmælisskemmtanir í lasertag, leikjasal, karaoke, barnalandi, og frábæra sérsniðna pakka fyrir fyrirtæki, veislur og aðra stærri hópa. Við munum byrja að veita þessa nýju þjónustu þann 7. mars, en opnað hefur verið fyrir pantanir. Einnig stendur til að halda áfram að bæta við úrval hópaskemmtana þegar líður á árið.

Við hlökkum til að sjá sem flesta og fá tækifæri til að gera afmælisveisluna og upplifun hópa ógleymanlega.

Smellið á hlekk hér fyrir neðan til að panta fyrir þinn hóp eða afmæli:

Smarabio-hopar-linkur