Barnaland


Bóka skemmtun

Vegna atviks sem átti sér stað í Barnalandi á sunnudag, þar sem barni tókst að komast úr gæslu óséð, er rétt að eftirfarandi komi fram. 

Vegna atviks sem átti sér stað í Barnalandi á sunnudag, þar sem barni tókst að komast úr gæslu óséð, er rétt að eftirfarandi komi fram. 

Í ljós hefur komið að læsing við hliðið að barnagæslunni í Barnalandi virkaði ekki sem skyldi. Svo óheppilega vildi til að við innritun á öðrum börnum í Barnaland á sama tíma urðu jafnframt þau mannlegu mistök að einu barni tókst að komast óséð í burtu framhjá starfsmanni við innritunina og í framhaldi út fyrir gæslusvæðið. Þessi tvö atvik leiddu til áðurnefndrar atburðarrásar, en síðan núverandi aðilar tóku við Barnalandi árið 2019 hefur ekkert í líkingu við þetta komið upp.

Vegna þessa máls var strax tekin sú ákvörðun að loka Barnalandi meðan breytingar verða gerðar. Læsingu verður skipt út og allir verkferlar í kringum innritun endurskoðaðir, allt eftirlit á innritunarsvæði hert til muna og starfsþjálfun tekin til gagngerrar endurskoðunar og breytinga. Þá verða merkingar yfirfærðar og betrumbættar og ferli við inn- og útritun breytt til að hindra að atvik á borð við þetta geti endurtekið sig. 

Barnagæslu Barnalands verður lokað þar til gengið hefur verið frá áðurnefndum atriðum.

fjölbreytt úrval afþreyingar