Barnagæsla

Barnagæslan er á 2 hæð Smáralindarinnar fyrir neðan Skemmtisvæði Smárabíó. Hægt er að leika í leikgrind, Lego, spil og margt fleira. Tilvalið að leyfa börnunum að njóta sín í skemmtilegu umhverfi á meðan fullorðnir versla.

Barnagæsla Smáralindar er staðsett á 2. hæð Smáralindar

Barnagæslan er lokuð vegna Covid-19, munum hafa helgar opnun þann    30. og 31.janúar. !

Opnunartími
Mánudaga til föstudaga kl Lokað
Laugardag kl 13:30-18:00
Sunnudag kl 13:30-17:00

Verðskrá
1 klst: 1250 kr.
1,5 klst: 1600 kr.
2 klst: 2000 kr.

Skilmálar
- Aldurstakmark 4 – 12 ára í leikgrindina.
- Óheimilt að fara með mat og drykk í Barnaland.
- Ef fullorðnir eru í fylgd með barni sem er undir 4 ára er því heimilt að vera með barninu í leikgrindinni. 
- Öll börn þurfa að vera skráð hjá starfsmanni.  
- Tilkynna skal starfsmönnum um ofnæmi eða önnur heilsufarsatriði og/eða skerta félagsfærni sem getur stofnað barninu og öðrum börnum í hættu.  
- Skilja skal yfirhafnir og skó eftir á þar til gerðu svæði. Engin ábyrgð er tekin á verðmætum.  
- Allir eiga að vera í sokkum.  
- Það er með öllu óheimilt að klifra utan á frumskógarhúsunum.  
- Óheimilt er að taka leikföng inn á svæðið.  
- Starfsmanni er heimilt að vísa börnum út sem haga sér ósæmilega eða á einhvern hátt fylgja ekki settum reglum. Haft er þá samband við forráðamenn og barnið sótt.  
- Foreldrar/forráðamenn barna sem eru í vörslu starfsfólks Smáralands verða að vera innan Smáralindar meðan dvöl barna stendur yfir, svo hægt sé að ná í þá með stuttum fyrirvara.  
- Foreldrar/forráðamenn verða að vera mættir á réttum tíma til að sækja börnin. Ef viðkomandi er 15 mínútum seinn eða meira þarf að greiða fyrir auka hálftíma.    
- Ekki er tekin ábyrgð á börnum sem eru í fylgd með fullorðnum.