Sóttvarnaraðgerðir

Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó eru opin
Kæru gestir, 

Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó eru opin.
Með sjálfvirkum lausnum tryggjum við 2 metra á milli gesta inni í sal og gestir velja sér sæti fyrirfram. Hægt er að kaupa bíómiða í Bíóklúbbs appinu, á heimasíðu eða í sjálfsala. 

Skv. nýjustu sóttvarnarlögum mega 50 manns vera inni í hverjum bíósal í einu. Þessi fjöldatakmörk eiga ekki við um börn yngri en 16 ára.

Grímuskylda er í bíóunum fyrir einstaklinga 16 ára og eldri. Engin grímuskylda er fyrir börn yngri en 16 ára.

Ekkert hlé er á sýningum skv. nýjustu reglugerð og er nafn og sæti gesta skráð. 

Við óskum ykkur góðrar heilsu og endilega pössum upp á hvort annað.
Með kærri kveðju,
Bíóhúsin