Fréttir

21.8.2017 : Emojimyndin er frumsýnd á miðvikudaginn

Ævintýraheimurinn í símanum þínum

Gene býr ásamt aragrúa broskarla og alls kyns öðrum táknum í borg emoji-táknanna sem er falin á milli appanna í símanum. Táknin í borginni þrá að vera valin af eiganda símans og Gene er engin undantekning.

Lesa meira

14.8.2017 : Stóri dagurinn er frumsýnd á miðvikudaginn

Stórskemmtileg frönsk gamanmynd

Stóri dagurinn (Jour J) er ærslafull gamanmynd eins og Frökkum einum er lagið að gera. Misskilningur á misskilning ofan skapar flóknar en bráðfyndnar flækjur sem flækjast enn meira eftir því sem á líður. Mathias pikkfestist í lygavef sínum sem vonlaust er fyrir hann að leysa sig úr nema með slæmum afleiðingum. Hvað gera bændur þá?

Lesa meira

31.7.2017 : The Dark Tower er frumsýnd á miðvikudaginn

Saga eftir Stephen King loksins kvikmynduð

„Hinn svartklæddi maður“ hefur aðeins eitt markmið: Að fella turninn. Örlög heimsins eru í höndum Rolands sem þarf að sigra baráttuna milli hins góða og hins vonda og bjarga turninum úr klóm hins svartklædda manns. 

Lesa meira

10.7.2017 : War for the Planet of the Apes er frumsýnd á miðvikudaginn

Sterkasta Apes mynd til þessa

Eftir að apaflokkur Caesars verður fyrir miklum skaða í árásum hersveitar undir stjórn hins illvíga Colonels ákveður Caesar að eina vörnin sé falin í sókn og segir í framhaldinu Colonel og mönnum hans miskunnarlaust stríð á hendur.

Lesa meira

3.7.2017 : Spider-Man: Homecoming er frumsýnd á miðvikudaginn

Meira en bara vinalegi kóngulóarmaðurinn

Hinn ungi Peter Parker (sem við þekkjum öll sem Spider-Man) þarf hann að fóta sig í nýja ofurhetjuhlutverki sínu. Hann er spenntur fyrir framtíðinni eftir reynslu sína af Avengers og fer aftur heim þar sem hann býr með May frænku sinni en Tony Stark (Iron Man) fylgist grannt með þessum nýja lærisveini sínum. Þegar nýr skúrkur (the Vulture) kemur til sögunnar stendur mikil ógn af öllu því sem Peter þykir vænt um. 

Lesa meira

26.6.2017 : Baby Driver er frumsýnd á miðvikudag

Hjartahlý glæpasaga sem hægt er að dansa við

Baby (Ansel Elgort) er ungur og efnilegur strákur sem hefur það hættulega starf að keyra glæpamenn burt frá vettvangi. En hann er þvingaður til að vinna fyrir valdamikinn óþokka (Kevin Spacey) og er neyddur til að taka þátt í hættulegu verkefni sem ógnar lífi hans, ást og frelsi, og gæti orðið hans svanasöngur. 

Lesa meira

15.6.2017 : Smárabíó Max slær í gegn – Bíóupplifun á nýtt stig

Smárabíó í úrvalshóp fullkomnustu kvikmyndahúsa í heimi

S-MAX salur Smárabíós, sem býður upp á Flagship Laser 4K og Dolby Atmos, hefur slegið í gegn. Samkvæmt könnun sem gerð var um helgina sögðu 92% bíógesta í Smárabíó að myndgæðin hefðu verið mjög góð eða framúrskarandi. Smárabíó er útbúið nýjustu, fullkomnustu og bestu tækni sem í boði er í heiminum.

Lesa meira

9.6.2017 : Rough Night frumsýnd á miðvikudaginn

Besta djammið er aldrei planað

Grínmynd með Scarlett Johansson í aðalhlutverki. Rough Night er frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

Lesa meira

19.5.2017 : Smárabíó í úrvalshópi fullkomnustu kvikmyndahúsa í heimi

Á sunnudagskvöld verður Sal 1 lokað – Opnað aftur í byrjun júní með Flagship Laser 4K og Dolby Atmos

Eftir síðustu sýningar sunnudaginn 21. maí lokum við Sal1 í Smárabíó. Þá hefjast framkvæmdir við að setja upp fullkomnustu sýningartækni veraldar sem aðeins er í boði í fáeinum bíóum í heiminum, Flagship 4K Laser og Dolby Atmos. Um miðjan júní opnum við salinn aftur undir heitinu S-Max, sem stendur fyrir það besta sem er í boði. Búðu þig undir algerlega nýja upplifun í fullkomnasta bíói landsins!

Lesa meira

16.5.2017 : Alien: Covenant er frumsýnd á morgun

Sagan heldur áfram

Áhöfnin á Covenant geimskipinu uppgötvar áður óþekkta paradís. Fyrr en varir komast meðlimir hennar að því að hér er í raun og veru mjög dimm og drungaleg veröld þar sem hinn vélræni David hefur komið sér fyrir.

Lesa meira
Síða 1 af 14