Fréttir

6.4.2018 : Númeruð sæti og hlélausar sýningar í Háskólabíói!

Breytingar í Háskólabíó

Háskólabíó kynnir glænýja þróun í bíóþægindum en frá og með föstudeginum 6. apríl mun eitt ástsælasta kvikmyndahús landsins taka upp númeruð sæti og hlélausar sýningar á öllum myndum.

Lesa meira

7.11.2017 : Muder on the Orient Express er frumsýnd á föstudag

Hver er morðinginn?

Belgíski morðgátusérfræðingurinn Hercule Poirot er meðal farþega á fyrsta farrými Austurlandahraðlestarinnar. Nótt eina er einn farþeganna myrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu sem hylur lestarteinana fær Hercule tíma og tækifæri til að rannsaka málið.

Lesa meira

7.11.2017 : Reynir sterki: Beyond Strength er frumsýnd á föstudag

Leyndarmál og blekkingar. Og morð.

Reynir var merkilegur maður og lífshlaup hans ótrúlegt. Hann var alla tíð utangarðsmaður í leit að viðurkenningu frá samfélaginu, sem hann hlaut aldrei. Margir álitu hann vera svindlara, fyllibyttu og ræfil. Þegar litið er til baka og afrek hans skoðuð er ótrúlegt til þess að hugsa að hann hafi aldrei fengið neina viðurkenningu. Hann á heimsmet í heimi aflrauna, sem standa enn. 

Lesa meira

31.10.2017 : Suburbicon er frumsýnd á föstudag

Heimilisfaðir sem gefst ekki upp

Sérkennileg atburðarás fer í gang eftir að fækkar um einn í íbúatölu bæjarins Suburbicon. Glæpamenn ráðast inn á heimili Gardner-hjónanna og myrða húsmóðurina ... en herra Gardner lætur ekki þar við sitja.

Lesa meira

24.10.2017 : Rökkur er frumsýnd á föstudag

Þeir eru ekki einir

Nokkrum mánuðum eftir sambandsslitin fær Gunnar símhringingu frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann er í miklu uppnámi og Gunnar er hræddur um að hann muni fara sér að voða og keyrir til hans upp í sveit þar sem hann hefur hreiðrað um sig í afskekktum bústað. Strákarnir gera upp samband sitt í bústaðnum en fljótlega kemst Gunnar að því að vandamálið er stærra.

Lesa meira

17.10.2017 : Unlocked er frumsýnd á föstudag

Þrælgóður spennutryllir

Alice Racine er sérfræðingur í yfirheyrslum hjá CIA. Hún er kölluð til að yfirheyra hryðjuverkamann en í miðju verkefni áttar hún sig á því að yfirheyrslan sjálf er gildra. Um leið hefst óvænt atburðarás og hún kemst að því að í bígerð er að gera sýklavopnaárás á London. Alice verður að stöðva það en vandamálið er að hún veit ekki lengur hverjum hún getur treyst.  

Lesa meira

17.10.2017 : Hneturánið 2 er frumsýnd á föstudag

Hnetur, hnetur og fleiri hnetur!

Ævintýramynd um sérvitran íkorna, Surlí, og vini hans. Þau komast að því að borgarstjórinn í Eikarbæ ætli sér að byggja stærðarinnar, og frekar tötralegan, skemmtigarð akkúrat þar sem almenningsgarðurinn þeirra stendur. Það er í þeirra höndum að stöðva borgarstjórann og koma í veg fyrir að heimilið þeirra verði lagt í rúst.

Lesa meira

10.10.2017 : Borg - McEnroe er frumsýnd á föstudag

Sverrir Guðnason og Shia LaBeouff fara á kostum

Myndin segir okkur forsöguna að hinum magnaða úrslitaleik á tennismóti Wimbledon árið 1980. Um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi beggja keppenda og hvað þeir þurftu að leggja á sig til að ná á toppinn í tennisheiminum. Þeir þóttu mjög ólíkar manngerðir; Borg þessi rólega og yfirvegaða týpa en McEnroe var afar skapbráður og frægur fyrir útistöður sínar og háværar deilur við dómara á leikjum sínum.

Lesa meira

5.10.2017 : Vetrarbræður er frumsýnd á mánudag

Löngun eftir því að vera elskaður og þráður

Myndin segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr.

Lesa meira

3.10.2017 : Blade Runner 2019 er frumsýnd á föstudag

Harrison Ford mætir aftur, 30 árum síðar

Blade Runner 2049 tekur upp þráðinn þrjátíu árum eftir að atburðum fyrstu myndarinnar lýkur. LAPD lögreglumaðurinn Officer K, svokallaður „blade runner“, kemst yfir leyndardómsfullar upplýsingar sem áttu fyrir löngu að vera gleymdar og grafnar, enda gætu þær steypt því sem eftir er af samfélaginu í glötun og óeirðir. 

Lesa meira
Síða 1 af 16