Fréttir

15.6.2017 : S-MAX slær í gegn – Bíóupplifun á nýtt stig

Smárabíó í úrvalshóp fullkomnustu kvikmyndahúsa í heimi

S-MAX salur Smárabíós, sem býður upp á Flagship Laser 4K og Dolby Atmos, hefur slegið í gegn. Samkvæmt könnun sem gerð var um helgina sögðu 92% bíógesta í Smárabíó að myndgæðin hefðu verið mjög góð eða framúrskarandi. Smárabíó er útbúið nýjustu, fullkomnustu og bestu tækni sem í boði er í heiminum.

Lesa meira

9.6.2017 : Rough Night frumsýnd á miðvikudaginn

Besta djammið er aldrei planað

Grínmynd með Scarlett Johansson í aðalhlutverki. Rough Night er frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

Lesa meira

19.5.2017 : Smárabíó í úrvalshópi fullkomnustu kvikmyndahúsa í heimi

Á sunnudagskvöld verður Sal 1 lokað – Opnað aftur í byrjun júní með Flagship Laser 4K og Dolby Atmos

Eftir síðustu sýningar sunnudaginn 21. maí lokum við Sal1 í Smárabíó. Þá hefjast framkvæmdir við að setja upp fullkomnustu sýningartækni veraldar sem aðeins er í boði í fáeinum bíóum í heiminum, Flagship 4K Laser og Dolby Atmos. Um miðjan júní opnum við salinn aftur undir heitinu S-Max, sem stendur fyrir það besta sem er í boði. Búðu þig undir algerlega nýja upplifun í fullkomnasta bíói landsins!

Lesa meira

16.5.2017 : Alien: Covenant er frumsýnd á morgun

Sagan heldur áfram

Áhöfnin á Covenant geimskipinu uppgötvar áður óþekkta paradís. Fyrr en varir komast meðlimir hennar að því að hér er í raun og veru mjög dimm og drungaleg veröld þar sem hinn vélræni David hefur komið sér fyrir.

Lesa meira

4.5.2017 : Ég man þig frumsýnd í gær

Margir góðir gestir kíktu á frumsýningu Ég man þig

Mikið var um fjör og læti á frumsýningu kvikmyndarinnar Ég man þig í Háskólabíói í gær, miðvikudaginn 3. maí. Kvikmyndin er upp úr metsölubók Yrsu Sigurðardóttur.

Lesa meira

2.5.2017 : Ég man þig er frumsýnd á föstudag

Kvikmynd upp úr bók Yrsu Sigurðardóttur

Ég man þig verður frumsýnd á föstudag í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf fyrir nokkrum árum og fannst aldrei ...

Lesa meira

17.4.2017 : Stubbur stjóri frumsýndur á fimmtudag

Fæddur leiðtogi

Frá þeim sem færði okkur Madagascar-myndirnar kemur fjölskylduskemmtunin Stubbur stjóri sem segir frá kornabarni sem er til í hvern þann slag sem lífið býður upp á! 

Lesa meira

6.4.2017 : Snjór og Salóme frumsýnd í Smárabíói

Mikið fjör og gaman

Mikið fjör og gaman var hjá okkur í gær þegar íslenska kvikmyndin Snjór og Salóme var frumsýnd! Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna, þetta var frábær mynd! Skoðaðu myndirnar frá kvöldinu hér í fréttinni!

Lesa meira

4.4.2017 : Snjór og Salóme er frumsýnd á föstudag!

Undarlegur ástarþríhyrningur

Snjór og Salóme verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Stórskemmtileg saga um óvenjulegan ástarþríhyrning. Þau Salóme og Hrafn hafa átt í on/off-sambandi í fimmtán ár og leigt saman íbúð. Þegar Hrafn barnar aðra konu og hún flytur inn breytist allt og Salóme þarf að endurmeta stöðu sína frá grunni. 

Lesa meira

28.3.2017 : Strumparnir: Gleymda þorpið er frumsýnd á föstudag!

Strumparnir sýna á sér nýja hlið

Þessi létta, strympaða teiknimynd sýnir okkur alveg nýja hlið á  Strumpunum. Strympa og félagar hennar, Gáfnastrumpur, Klaufastrumpur og Kraftastrumpur, finna dularfullt landakort sem leiðir þau í spennandi kapphlaup gegnum drungalega skóginn.

Lesa meira
Síða 1 af 14