Fréttir

3.10.2017 : Blade Runner 2019 er frumsýnd á föstudag

Harrison Ford mætir aftur, 30 árum síðar

Blade Runner 2049 tekur upp þráðinn þrjátíu árum eftir að atburðum fyrstu myndarinnar lýkur. LAPD lögreglumaðurinn Officer K, svokallaður „blade runner“, kemst yfir leyndardómsfullar upplýsingar sem áttu fyrir löngu að vera gleymdar og grafnar, enda gætu þær steypt því sem eftir er af samfélaginu í glötun og óeirðir. 

Lesa meira

26.9.2017 : Flatliners er frumsýnd á föstudag

Þegar lífið liggur við

Ungur, útsjónasamur læknanemi í starfsnámi á sjúkrahúsi og fær fjóra aðra nema með sér í lið til þess að gera áhættusamar tilraunir á dauðanum. Fljótlega fara þó undarleg áföll úr fortíðinni að hafa veruleg áhrif á tilraunirnar og mörkin milli þess raunverulega og óraunverulega verða sífellt óskýrari. 

Lesa meira

19.9.2017 : Kingsman: The Golden Circle er frumsýnd á föstudag

Fréttir af dauða Harrys eru stórlega ýktar

Myndin er full af spennu og einstaklega stílhrein. Ekkert er of heilagt fyrir þær bráðfyndnu og ógleymanlegu persónur sem koma fram í þessum stórbrotna og svívirðilega söguheimi. Um er að ræða hreina og tæra skemmtun!

Lesa meira

12.9.2017 : 47 Meters Down er frumsýnd á föstudag

Hörkuspennandi hákarlahryllingur

Systurnar Kate og Lisa eru í fríi í Mexíkó þar sem þær fá tilboð um að kafa í hákarlabúri og komast í návígi við hina risastóru hvítu hákarla sem hafast við undan ströndinni. Þær láta til leiðast en festast á hafsbotni þegar taugin sem tengir búrið sem á að vernda þær frá hákörlunum slitnar. Súrefnið er á þrotum og hvítháfarnir hringsóla í kringum búrið. 

Lesa meira

4.9.2017 : Undir trénu er frumsýnd á miðvikudag

Nágrannar frá helvíti

Hér skrifa Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar handrit að samtímasögu um nágranna- og forræðisdeilur sem fara úr böndunum. Myndin fjallar um venjulegt fólk í tilgangslausu stríði hvort við annað en einn aðalleikari myndarinnar er stórt og fallegt tré!

Lesa meira

21.8.2017 : Emojimyndin er frumsýnd á miðvikudaginn

Ævintýraheimurinn í símanum þínum

Gene býr ásamt aragrúa broskarla og alls kyns öðrum táknum í borg emoji-táknanna sem er falin á milli appanna í símanum. Táknin í borginni þrá að vera valin af eiganda símans og Gene er engin undantekning.

Lesa meira

14.8.2017 : Stóri dagurinn er frumsýnd á miðvikudaginn

Stórskemmtileg frönsk gamanmynd

Stóri dagurinn (Jour J) er ærslafull gamanmynd eins og Frökkum einum er lagið að gera. Misskilningur á misskilning ofan skapar flóknar en bráðfyndnar flækjur sem flækjast enn meira eftir því sem á líður. Mathias pikkfestist í lygavef sínum sem vonlaust er fyrir hann að leysa sig úr nema með slæmum afleiðingum. Hvað gera bændur þá?

Lesa meira

31.7.2017 : The Dark Tower er frumsýnd á miðvikudaginn

Saga eftir Stephen King loksins kvikmynduð

„Hinn svartklæddi maður“ hefur aðeins eitt markmið: Að fella turninn. Örlög heimsins eru í höndum Rolands sem þarf að sigra baráttuna milli hins góða og hins vonda og bjarga turninum úr klóm hins svartklædda manns. 

Lesa meira

10.7.2017 : War for the Planet of the Apes er frumsýnd á miðvikudaginn

Sterkasta Apes mynd til þessa

Eftir að apaflokkur Caesars verður fyrir miklum skaða í árásum hersveitar undir stjórn hins illvíga Colonels ákveður Caesar að eina vörnin sé falin í sókn og segir í framhaldinu Colonel og mönnum hans miskunnarlaust stríð á hendur.

Lesa meira

3.7.2017 : Spider-Man: Homecoming er frumsýnd á miðvikudaginn

Meira en bara vinalegi kóngulóarmaðurinn

Hinn ungi Peter Parker (sem við þekkjum öll sem Spider-Man) þarf hann að fóta sig í nýja ofurhetjuhlutverki sínu. Hann er spenntur fyrir framtíðinni eftir reynslu sína af Avengers og fer aftur heim þar sem hann býr með May frænku sinni en Tony Stark (Iron Man) fylgist grannt með þessum nýja lærisveini sínum. Þegar nýr skúrkur (the Vulture) kemur til sögunnar stendur mikil ógn af öllu því sem Peter þykir vænt um. 

Lesa meira
Síða 2 af 16