Styrkbeiðnir

Styrkumsóknir vegna bíómiða til góðgerðarmála

Smárabíó hefur séð sér fært um að gefa bíómiða til góðra málefna gegnum árin. Árið 2016 er áhersla lögð á að styrkja verkefni og samtök sem snúa að bágstöddum börnum. Opið er fyrir umsóknir vegna styrkja árið 2017.

Sendu inn umsókn með því að fylla út eyðublaðið hér að neðan. Öll tilfallandi styrktarerindi sem falla undir áherslur núverandi árs eru tekin fyrir á vikulegum fundum og mega umsækjendur búast við svörum innan tveggja vikna. Fjölmörg góð málefni þarfnast stuðnings hér á landi og við viljum sýna samfélagslega ábyrgð og láta gott af okkur leiða. Það er hins vegar ljóst að ómögulegt er að verða við öllum þeim styrkbeiðnum sem okkur berast.

Skilyrði fyrir styrk er:

  • Að félagið/verkefnið hagnist ekki fjárhagslega á starfsemi sinni (non-profit)
  • Að styrkurinn fari til þeirra sem eiga um sárt að binda
  • Að félagið/verkefnið hafi samfélagslegt gildi
  • Að félagið/verkefnið sé ótengt stjórnmálum

Frekari upplýsinga er hægt að óska með því að senda póst á netfangið styrkir@smarabio.is. Vinsamlegast athugið eingöngu þeim beiðnum sem berast í gegnum formið hér að neðan verður svarað. Smárabíó veitir aðeins styrki í formi bíómiða, sé umsóknin stærri bendum við á Senu.Styrkbeiðnir

Tengiliður

Styrkur

Til að fyrirbyggja ruslpóst: