Verðskrá

Verdskra_800x600

Sjálfsalar

Hægt er að kaupa miða í miðasölu bíóhúsanna, á www.smarabio.is og í miðasjálfsölum. Smárabíó hefur þrjá sjálfsala og Háskólabíó einn.
Í sjálfsölunum er einnig hægt að kaupa tilboð af veitingum en þegar greitt hefur verið fyrir veitingarnar prentast út miði sem veitir aðgang að flýtiröð í veitingasölu. Athugið að þar er einungis hægt að fá afgreidd þau tilboð sem keypt voru í sjálfsölunum og því ekki hægt að versla fleiri veitingar í flýtiröðinni.

Upplýsingar varðandi miðakaup á netinu

Þegar miðar í Smárabíó og Háskólabió eru keyptir á netinu þá fær viðskiptavinur tölvupóst með miðunum á það netfang sem var gefið upp við kaupin. Miðinn innihledur QR kóða sem er síðan skannaður inn við innganginn.

Ef viðskiptavinur kaupir öryrkja, eldri borgara eða námsmannamiða þarf viðskiptavinur að geta sýnt skilríki sem staðfestir að réttur miði hafi verið keyptur.

Ef miði skilar sér ekki til viðskiptavinar þarf hann að hafa samband við miðasölu viðeigandi kvikmyndahúss eða skrifstofu á viðeigandi opnunartímum.

Notendaskilmálar

Hægt er að fá miða endurgreiddan eða skipt yfir á aðra mynd ef haft er samband við miðasölu eða skrifstofu áður en auglýstur sýningartími hefst. Eftir að mynd hefst er ekki hægt að fá endurgreitt né skila miðum.