Smárabíó Max er stærsti salurinn hjá Smárabíó.
Hann er einn sá fullkomnasti á landinu og þótt víðar væri leitað, því einungis fáein kvikmyndahús í heiminum bjóða upp á bæði Flagship 4K Laser myndgæði og Dolby Atmos hljómgæði.
Salurinn var sérstaklega innréttaður til að auka þægindi og fótapláss og með þessari nýju mynd- og hljóðtækni er upplifunin í Smárabíó Max óviðjafnanleg.
Veisla fyrir skynfærin
Dolby Atmos er bylting frá Dolby sem er að gjörbreyta bíóupplifun okkar. Dolby Atmos skapar kröftug, margóma hljóð með því að kynna til sögunnar tvo nýja lykilþætti kvikmyndahljóðs:
Hljóðhluti (audio objects) og lofthátalara. Saman breytir þetta því hvernig hljóðrásir eru gerðar og hvernig við heyrum þær.
Í Dolby Atmos er hægt að frelsa einstaka hluta hljóðmyndarinnar. Kvikmyndagerðarfólk getur þannig farið með einstök hljóð sem sérstakar einingar eða hljóðhluti. Þessa hluti er hægt að staðsetja
nákvæmlega og færa hvert sem er í þrívíðum hljóðheimi bíósalarins. Hljóðmeistarinn þarf því ekki að einskorða sig við rásir frekar en hann eða hún vill.
Dolby Atmos stjórnbúnaðurinn í sýningarsalnum stýrir síðan því hverjir af fjölmörgum hátölurum kerfisins fyrir framan, aftan og ofan áhorfandann skila hljóðinu með ótrúlega raunverulegum áhrifum.
Hefðbundin umhverfishljóðrás (surround) geymir alla hljóðmyndina í fáeinum rásum sem geta aðeins borist áhorfandanum úr fáeinum áttum í senn.
Þessar rásir geta ekki varpað hljóði að ofan. Auk þess er hver einstakur hluti hljóðmyndarinnar hluti af samsettri hljóðrás.
Ef styrkur eins hljóðs er aukinn í hefðbundinni hljóðrás þarf að draga úr styrk annars.
En í Dolby Atmos lifna kvikmyndasögurnar við sem aldrei fyrr. Hljóð kvikmyndarinnar flæða allt um kring, draga áhorfandann djúpt inn í atburðina á tjaldinu og færa hann nær miðju sögunnar til að skapa gríðarlega kröftuga upplifun.
Áður óþekkt myndgæði sem fullkomna upplifun áhorfenda
Þegar kom að því að velja nýjar sýningarvélar kom ekkert annað til greina en Laser frá Barco.
Flagship Laser sýningarvélarnar frá Barco skila byltingarkenndum myndgæðum og áður óþekktu birtustigi, meira skerpuhlutfalli og litadýpt sem breytir upplifun bíógesta svo um munar og á þessi tækni engan sinn líka á markaðnum.
Tví- og þrívíddarmyndirnar sem þær skila á tjaldið eru laserskarpar með ótrúlega skýru og víðu litasviði og þar sem Barco DP4K-60L er hvorki meira né minna en lang bjartasta sýningarvél heims verða þrívíddarmyndir all svakalega raunverulegar og loksins eins og kvikmyndaframleiðendur sáu þær fyrir sér.
Með Barco Alchemy Integrated Cinema Media Processor (ICMP) örgjörvanum voru Barco Flagship sýningarvélarnar þær fyrstu sem gátu skilað fullum 4K gæðum á 60 römmum á sekúndu og þrívíddarmyndum í 4K með ótrúlegum birtustyrk.
Í Smárabíó Max sérð þú bíómyndirnar alltaf við bestu aðstæður og nýtur lífsins í góðum félagsskap með Coca Cola, því engin bíóupplifun er algerlega fullkomin án þess að popp og kók komi við sögu.