Sýndarveruleiki

Smárabíó býður uppá fjölbreytta skemmtun í sýndarveruleika. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi hvort heldur það sé í einum af fjölmörgum flóttaleikjum sem við bjóðum uppá eða í æsispennandi skotbardögum.

Bóka skemmtun

Flóttaleikir

Smárabíó býður uppá fjölbreytt úrval hágæða flóttaleikja sem spilast í sýndarveruleika.  Boðið er uppá flóttaleiki frá stærstu framleiðendum heims, annarsvegar Ubisoft sem er einn stærsti framleiðandi tölvuleikja í heiminum í dag og svo ArviLab sem hafa verið framarlega í framleiðslu flóttaleikja í sýndarveruleika. Leikmenn hafa 50 mínútur til að spila leikina og komast eins langt og hægt er á þeim tíma.  Samvinna og samskipti eru lykilatriði til að klára leikina og þrautirnar.

Leikirnir henta öllum aldri og innihalda fjölbreyttar áskoranir eins og að sleppa úr rammgerðu fangelsi, hafa áhrif á atbuðina í Chernobyl, sleppa lifandi úr hryllingshúsi, upplifa lofthræðslu í pýramídum í Egyptalandi, leysa fornar þrautir í Grikklandi til forna, stoppa hryðjuverkaárás, bjarga jólunum, leysa þrautir í ævintýralegum dýragarði og margt fleira.

Verð á mann: 3.990kr

Flóttaleikir

virtualmaxx

Í fyrsta skipti á Íslandi er boðið uppá Virtualmaxx VR upplifun sem er sérsniðin fyrir hópa. Leikmenn hverfa inní sýndarveruleika og þurfa að stökkva þar um og skjóta á andstæðinga sína. Allt að átta geta keppt saman í Virtualmaxx sem er einstök upplifun. Þegar leik er lokið prentast út stigaspjöld þar sem leikmenn geta séð árangur sinn og borið saman við hina spilarana.

Hver leikur er 12 mín
Verð á mann: 1.390kr

Archer

Hefur þig einhverntíma langað að prófa bogfimi? Hefur þig dreymt um að vera hetja á miðöldum? Í Archer þarftu að berjast við heilu hópana af svartálfum, orkum og tröllum sem eru að ráðast á virkið þitt og að lokum þarftu að berjast við aðal skrímslið sjálft! Hér geta leikmenn barist einir og sér eða allt að fjórir saman. Flýttu þér að bóka tíma, grípa bogann og vernda kastalann þinn frá illvígum óvinum!

Hver leikur er 12 eða 50 mín
Verð frá 1.390kr á mann

ARvi Arena

Skemmtilegur og fjölbreyttur skotleikur þar sem leikmenn geta keppt í "team deathmatch" á litlum svæðum. Leikurinn gerist í framtíðinni og inniheldur fjölmörg mismunandi svæði og fjölbreytt vopn sem munu gleðja aðdáendur skotleikja. Sannaðu þig gegn öðrum, safnaðu í lið og nýttu alla þína þekkingu úr skotleikjum til að vinna hitt liðið í alvöru sýndarveruleika. Leikmenn geta skotið sér á milli staða og fundið þar byssur og allskyns aukahluti. Leiddu lið þitt til sigurs á þessum framtíðar vígvelli! Allt að 8 geta spilað saman.

Hver leikur er 12 eða 50 mín
Verð frá 1.390kr á mann

Virtual rabbids

Í leiktækjasalnum má finna tryllitækið Virtual Rabbids, sem er eitt vinsælasta leiktækið í heiminum í dag. Upplifið sýndarveruleika á einstakan hátt, en tækið býr til ótrúlega upplifun þar sem sætin hreyfast í takt við það sem er að gerast. Kíkið á skemmtisvæðið okkar í Smárabíó og upplifið spennandi ferð í alvöru sýndarveruleika.

fjölbreytt úrval afþreyingar