Sýndarveruleiki

Opnunartímar: Því miður er lokað tímabundið í sýndarveruleika

Bóka skemmtun

Flóttaleikir

Smárabíó býður uppá fjölbreytt úrval hágæða flóttaleikja sem spilast í sýndarveruleika. Boðið er uppá flóttaleiki frá stærstu tölvuleikjaframleiðendum heims. Leikmenn hafa einungis 50 mínútur til að klára leikinn og því skipta samvinna og samskipti miklu máli.

Leikirnir innihalda fjölbreyttar áskoranir eins og að sleppa úr rammgerðu fangelsi, sleppa lifandi úr hryllingshúsi, upplifa lofthræðslu í pýramídum í Egyptalandi, leysa þrautir í ævintýralegum dýragarði og margt fleira.

Fjöldi: 1-6 manns (ath mismunandi á milli leikja)
Verð: Frá 3.990kr
Tími: 50 mínútur
Aldur: 12 ára og eldri (ath mismunandi á milli leikja)

Flóttaleikir

virtualmaxx

Í fyrsta skipti á Íslandi er boðið uppá Virtualmaxx VR upplifun sem er sérsniðin fyrir hópa. Leikmenn hverfa inní sýndarveruleika og þurfa að stökkva þar um og skjóta á andstæðinga sína. Þegar leik er lokið prentast út stigaspjöld þar sem leikmenn geta séð árangur sinn og borið saman við hina spilarana.

Fjöldi: 1-6 manns
Verð: 1.590kr
Tími: 12 mínútur
Aldur: 10 ára og eldri

Archer

Hefur þig einhvern tímann langað að prófa bogfimi? Hefur þig dreymt um að vera hetja á miðöldum? Í Archer þarftu að berjast við heilu hópana af svartálfum, orkum og tröllum sem eru að ráðast ávirkið þitt. Flýttu þér að bóka tíma, grípa bogann og vernda kastalann þinn frá illvígum óvinum! 

Fjöldi
: 1-4 manns
Verð: Frá 1.590kr
Tími: 12 eða 50 mínútur
Aldur: 13 ára og eldri

ARvi Arena

Í fyrsta skipti á Íslandi er boðið uppá Virtualmaxx VR upplifun sem er sérsniðin fyrir hópa. Leikmenn hverfa inní sýndarveruleika og þurfa að stökkva þar um og skjóta á andstæðinga sína. Þegar leik er lokið prentast út stigaspjöld þar sem leikmenn geta séð árangur sinn og borið saman við hina spilarana.

Fjöldi: 1-6 manns
Verð: 1.590kr
Tími: 12 mínútur
Aldur: 10 ára og eldri

Virtual rabbids

Í leiktækjasalnum okkar má finna tryllitækið Virtual Rabbids, sem er eitt vinsælasta leiktækið í heiminum í dag. Tækið býr til ótrúlega upplifun þar sem sætin hreyfast í takt við það sem er að gerast.

Fjöldi: 1-2 manns
Verð: Frá 750kr (ath ein ferð í Virtual Rabbids er innifalin í leikjakortum okkar)