Smárabíó býður uppá fjölbreyttasta úrval landsins í lasertag. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi, en Smárabíó hefur 3 lasertag velli og er einn af þeim í sýndarveruleika. Auk þess bjóðum við uppá spennandi möguleika í lasertag utandyra og getum líka mætt með lasertag í partíið, á vinnustaðinn eða á það svæði þar sem hópar vilja skapa ógleymanlega stemmingu.

Bóka skemmtun

Blacklight lasertag

Klassíkt lasertag með blacklight ljósum, reykvél og fullkomnasta lasertag búnaði heimsins í dag. Hér geta allt að 20 leikmenn spilað saman í fjölbreyttum leikjum og þar á meðal sem lið eða “allir á móti öllum”. Eftir leikinn er prentað út skorkort þar sem hægt er að sjá hver skaut hvern, hversu mörgum kalkoríum var brennt, í hvaða sæti leikmenn lentu og í hverju leikmenn voru bestir. Salurinn er 200fm2 á tveimur hæðum og inniheldur turna, völundarhús og fleiri þrautir.
Verð á mann frá: 1.390kr

Junkyard – Battle Royale

Taktu þátt í æsispennandi lasertag bardögum á glænýju lasertag svæði í Smárabíó. Svæðið er byggt upp í anda framtíðarborgar sem hefur hrunið og er ruslahaug líkust. Á svæðinu eru allskyns byggingar t.d. völundarhús, gámur sem hægt er að fela sig inní, alvöru bíll, lítill kastali og vatnstankar. Hér er áherslan lögð á lasertag í Battle Royale stíl þar sem allt að 16 leikmenn byrja leikinn með takmarkaðan fjölda lífa og svo er barist þar til einn leikmaður eða eitt lið stendur uppi sem sigurvegari.

Hægt er að panta fyrir einstaklinga og spilað er með öðrum hópum.
Verð á mann frá 950kr

VirtualMaxx

Í fyrsta skipti á Íslandi er boðið uppá Virtualmaxx lasertag í sýndarveruleika, upplifun sem er sérsniðin fyrir hópa. Leikmenn hverfa inní sýndarveruleika og þurfa að stökkva þar um og skjóta á andstæðinga sína. Allt að átta geta keppt saman í Virtualmaxx sem er einstök upplifun. Þegar leik er lokið prentast út stigaspjöld þar sem leikmenn geta séð árangur sinn og borið saman við hina spilarana. Í leiknum eru 2 mismunandi borð að velja úr - Framtíðarborg og hellakerfi neðanjarðar.
Verð á mann frá: 1.390kr

Mantiz - Real life battle royale

Mantiz sameinar spilunina úr Battle Royal tölvuleikjum við lasertag. Mantiz er spilað utandyra og tengist appi í símum notenda. Þar sjá leikmenn yfirlitskort af landsvæðinu, staðsetja þar hring sem leikmenn verða að vera innan í líkt og í Fortnite, Warzone og slíkum Battle Royale leikjum.

Hver leikmaður fær Mantiz byssu sem er búin “red dot” kíki og drífa byssurnar allt að 300 metra. Allt að 12 geta spilað í einu og gert það sem einstaklingar eða lið. Farðu með vinahópinn, skólafélagana eða fyrirtækið útúr húsi og spilið Battle Royale eins og gert er í Fortnite, Warzone og slíkum leikjum.

Laserplay

Litríkt og einfalt lasertag kerfi sem hentar hvar sem er. Leikmenn fá í hendurnar byssur og geta vaðið í bardaga hvar sem er, t.d. inní fyrirtækjum, skólastofum, vöruhúsum, heimilum, görðum og í raun allsstaðar þar sem fólk vill spila vandað lasertag. Byssurnar eru léttar (700 gr.), einfaldar í notkun og henta öllum aldurshópum. Allt að 16 geta spilað í einu, bæði sem einstaklingar eða lið.

fjölbreytt úrval afþreyingar