Smárabíó býður uppá einn flottasta lasertagvöll landsins!

Opnunartímar:
Mán-mið: 14:30-19:00
Fim-fös: 14:30-23:00
Lau: 12:30-23:00
Sun: 12:30-18:00

Bóka skemmtun

Blacklight lasertag

Klassískt lasertag með blacklight ljósum, reykvél og fullkomnasta lasertag búnaði heimsins í dag. Hér geta allt að 20 leikmenn spilað saman í einu. Salurinn er 200m² á tveimur hæðum og inniheldur turna, völundarhús og fleiri þrautir. 

Fjöldi
: 1-20 manns
Verð: Frá 1.590kr
Tími: Hver leikur er 12 mínútur

Junkyard – Battle Royale

Hér er áherslan lögð álasertag í Battle Royale stíl þar sem allt að 16 leikmenn byrja leikinn með takmarkaðan fjölda lífa og svo er barist þar til einn leikmaður eða eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. Hægt er að panta fyrir einstaklinga og spilað er með öðrum hópum.

Fjöldi: 1-16 manns
Verð: Frá 1.250kr
Tími: Hver leikur er 12 mínútur

VirtualMaxx

Virtualmaxx lasertag í sýndarveruleika er upplifun sem er sérsniðin fyrir hópa. Leikmenn hverfa inní sýndarveruleika og þurfa að stökkva þar um og skjóta á andstæðinga sína. Í leiknum eru tvö mismunandi borð til að velja úr - Framtíðarborg og hellakerfi neðanjarðar. 

Fjöldi
: 1-6 manns
Verð: Frá 1.590kr
Tími: Hver leikur er 12 mínútur

Mantiz - Real life battle royale

Mantiz sameinar spilunina úr Battle Royal tölvuleikjum við lasertag. Mantiz er spilað utandyra og tengist appi í síma. Þar sjá leikmenn yfirlitskort af landsvæðinu, staðsetja þar hring sem leikmenn verða að vera innan líkt og í Fortnite og slíkum BattleRoyal leikjum. Hver leikmaður fær Mantiz byssu sem er búin "red dot" kíki og drífa byssurnar allt að 300 metra.

Fjöldi: 12+ manns
Verð: Frá 4.500kr (greiða þarf að lámarki fyrir 12 manns að hverju sinni)
Tími: 2 klukkustundir

Laserplay

Litríkt og einfalt lasertag kerfi sem hentar hvar sem er. Leikmenn fá byssur og geta vaðið í bardaga t.d. inní fyrirtækjum, skólastofum, vöruhúsum og heimilum. Byssurnar eru léttar (700 gr.), einfaldar í notkun og henta öllum aldurshópum.

Fjöldi: 16+ manns
Tími: 4 klukkustundir
Verð frá : 55.000kr

fjölbreytt úrval afþreyingar