Í Smárabíó finnur þú stærsta og fjölbreyttasta leiktækjasal landsins. Á svæðinu eru meira en 40 spennandi tæki sem reyna á allskyns hæfni. Meðal tækja er Virtual Rabbids sem er vinsælasta leiktækið í heiminum í dag. Auk þess eru fjölmörg tæki sem reyna á danshæfileika, hittni, ökuhæfileika, hraða og fleira. Leiktækjasalurinn er fullkominn fyrir einstaklinga til að kíkja við, til að halda eftirminnilegt afmæli eða fyrir vinnustaðinn og vinahópinn til að fagna.
Tímakort í leiktækjasal:
30 mín: 995kr 60 mín: 1.575kr
Opnunartímar:
Mán-miðv: 15-20
Fimt-föst: 15-22
Laug: 13-22
Sun: 13-20
Í Smárabíói er glæsilegur leikjasalur þar sem allir geta haft gaman og hentar frábærlega fyrir afmæli fyrir alla aldurshópa! Spilasalurinn inniheldur fjölmörg skemmtileg tæki þar sem krakkarnir geta leikið sér í klukkustund eftir en borðað er. Þetta er frábært eitt og sér en einnig góð hugmynd að bæta við viðbótum svo sem lasertag, VR eða karaoke!
Innifalið
Aðgangur að leikjasal í 1 klukkustund, 2 pizzusneiðar og drykkur á mann, afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.
Verð frá 2.350 kr.
Leikjameistarinn er vinsæll fyrir fyrirtækjahópa, steggja- eða gæsaveislur, vinahópa, félagsmiðstöðvar, skólahópa og fleiri. Hér tekur starfsmaður Smárabíós við hópnum, skiptir honum í lið og svo er keppt í fjölmörgum greinum á borð við lasertag, dansi, beerball, körfubolta, þythokkí, ökuhæfni, sýndarveruleika og fleira.
Hægt er að kaupa kort sem gilda í 30 mínútur eða 1 klukkustund.
Í Smárabíó er stærsti leiktækjasalur landsins. Meðal leiktækja er Virtual Rabbids sem er vinsælasta leiktæki heimsins í dag, einnig er ólympíuleikur með Mario & Sonic, þythokkíborð, körfuboltaspil, fjölmargir mismunandi bílaleikir, keilubraut, Iceball brautir, spil sem reyna á danshæfileika, hraða og hæfni.