Afmæli

Við hjá Smárabíó elskum að gera afmælisdaginn þinn eftirminnilegan. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval afþreyingar sem hægt er að blanda saman á þann hátt sem hentar hverjum og einum. Settu saman þitt draumaafmæli og við látum það rætast þegar þú mætir á staðinn. Okkar skemmtun hentar öllum aldurshópum og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hlökkum til að sjá þig.

Bóka skemmtun

lasertagafmæli

Lasertagafmælin í Smárabíó eru engu lík. Hægt er að velja um 3 mismunandi lasertag velli og er einn af þeim í sýndarveruleika. Auk lasertag er hægt að bæta við skemmtilegum viðbótum eins og leiktækjasal, karaoke eða sýndarveruleika.

Innifalið
2 lasertag leikir, 2 pizzusneiðar og drykkur á mann, afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð frá 2.350 kr á mann

Bíóafmæli

Það er frábær skemmtun að halda uppá afmælið í bíó!
Popp og drykkir fylgja fyrir alla í afmælinu og svo er hægt að panta pizzu með.
Það er mæting 45 mínútum fyrir auglýstan sýningartíma ef pizza er pöntuð með, annars er mæting 15 mínútum fyrir.

Algengustu sýningartímar á barnamyndum eru um kl. 13:00, 15:00 og 17:00 um helgar. Á virkum dögum er það kl. 15:00 og 17:30.

Innifalið
Bíómiði (þarf að greiða fyrir foreldra sem sitja sýningu), 2 pizzusneiðar og drykkur á mann (má sleppa), popp og drykkur, afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð frá 1.300 kr á mann

Leikjaafmæli

Í Smárabíói er glæsilegur leikjasalur þar sem allir geta haft gaman og hentar fyrir alla aldurshópa! Spilasalurinn inniheldur fjölmörg skemmtileg tæki þar sem hægt krakkarnir geta leikið sér í klukkustund eftir en borðað er. Þetta er frábært eitt og sér en einnig er góð hugmynd að bæta við viðbótum svo sem lasertag, VR eða karaoke!

Innifalið
Aðgangur að leikjasal í 1 klukkustund, 2 pizzusneiðar og drykkur á mann, afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð frá 2.550 kr á mann

Tölvuleikja
afmæli

Í Rafíþróttaboxinu eru 10 PlayStation tölvur og fullkomin aðstaða til að halda afmæli. Hægt er að hafa frjálsan tíma þar sem allir geta spilað einhverja af þeim fjölmörgu leikjum sem í boði eru eða fá starfsmenn okkar til að halda mót í Fifa eða Rocket League. Afmælisgestir byrja á að borða pizzur og halda svo á rafíþróttasvæðið.

Innifalið
Aðgangur að rafíþróttasvæði í 1 klukkustund, 2 pizzusneiðar og drykkur á mann, afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð frá 2.550 kr á mann

Barnalands
afmæli

Barnalandsafmælin eru fullkomin fyrir yngstu kynslóðina, en á skemmtisvæði Smárabíós er risavaxin leikgrind sem inniheldur mjög fjölbreytta skemmtun. Hópurinn byrjar á að borða pizzur og fer svo í sannkallað ævintýraland þar sem leikgrindin er í aðalhlutverki. Barnalandsafmæli eru fyrir börn á aldrinum 4-12 ára.

Innifalið
Aðgangur að leikgrind í 1 klukkustund, 2 pizzusneiðar og drykkur á mann, afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð frá 2.550 kr á mann

Karaokeafmæli

Það er mikil stemming að halda uppá afmælið sitt í Karaoke herbergi Smárabíós. Karaokeafmælin henta öllum aldurshópum og er góð hugmynd að bæta við skemmtun á borð við lasertag eða leiktækjasal með.

Innifalið
Aðgangur að karaoke herbergi í 1 eða 2 klukkustundir, 2 pizzusneiðar og drykkur á mann, afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð frá 2.550 kr á mann

fjölbreytt úrval afþreyingar