Afmæli

Við hjá Smárabíó elskum að gera afmælisdaginn þinn eftirminnilegan. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval afþreyingar sem hægt er að blanda saman á þann hátt sem hentar hverjum og einum. Settu saman þitt draumaafmæli og við látum það rætast. Okkar skemmtun hentar öllum aldurshópum og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hlökkum til að sjá þig!

Bóka skemmtun

lasertagafmæli

Lasertagafmælin í Smárabíó eru engu lík en hægt er að velja um tvo mismunandi lasertag velli. Auk lasertag er hægt að bæta við skemmtilegum viðbótum eins og leiktækjasal, karaoke eða sýndarveruleika.

Innifalið
- 2 lasertag leikir
- 2 pizzusneiðar og drykkur á mann
- Afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð: frá 2.350kr á mann 
*ath greiða þarf að lágmarki fyrir 10 manns

Bíóafmæli

Það er frábær skemmtun að halda uppá afmælið í bíó! Mæting er 45 mínútum fyrir auglýstan sýningartíma ef pizza er pöntuð með, annars er mæting 15 mínútum fyrir.

Algengustu sýningartímar á barnamyndum eru um kl. 13:00, 15:00 og 17:00 um helgar. Á virkum dögum er það kl. 15:00 og 17:30.

Innifalið
- Bíómiði (þarf að greiða fyrir foreldra sem sitja sýningu)
- 2 pizzusneiðar og drykkur á mann (má sleppa)
- Popp og drykkur
- Afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð: frá 1.300 kr á mann
*ath greiða þarf að lágmarki fyrir 10 manns

Leikjaafmæli

Í Smárabíói er glæsilegur leiktækjasalur sem hentar fyrir alla aldurshópa! Afmælisgestir byrja í leiktækjasalnum og fara svo að borða pizzur. Þetta er frábært eitt og sér en einnig er góð hugmynd að bæta við viðbótum svo sem lasertag, VR eða karaoke.

Innifalið
- Aðgangur að leiktækjasal í 60 mínútur
- 2 pizzusneiðar og drykkur á mann
- Afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð: frá 2.550 kr á mann
*ath greiða þarf að lágmarki fyrir 10 manns

Tölvuleikja
afmæli

Í Rafíþróttaboxinu eru 10 PlayStation tölvur og fullkomin aðstaða til að halda afmæli. Hægt er að hafa frjálsan tíma þar sem allir geta spilað einhverja af þeim fjölmörgu leikjum sem í boði. Afmælisgestir byrja á rafíþróttasvæðinu og fara svo að borða pizzur.

Innifalið
- Aðgangur að rafíþróttasvæðinu í 60 mínútur
- 2 pizzusneiðar og drykkur á mann
- Afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð: frá 2.550kr á mann
*ath greiða þarf að lágmarki fyrir 10 manns

Barnalands
afmæli

Barnalandsafmælin eru fullkomin fyrir yngstu kynslóðina en á skemmtisvæði Smárabíós er risavaxin leikgrind sem inniheldur mjög fjölbreytta skemmtun. Afmælisgestir byrja í Barnalandi og fara svo að borða pizzur. Barnalandsafmæli eru fyrir börn á aldrinum 4-12 ára.

Innifalið
- Aðgangur að Barnalandi í 60 mínútur
- 2 pizzusneiðar og drykkur á mann
- Afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð: frá 2.550kr á mann
*ath greiða þarf að lágmarki fyrir 10 manns

Karaokeafmæli

Það að er mikil stemming að halda uppá afmælið sitt í Karaoke herbergi Smárabíós. Karaokeafmælin henta öllum aldurshópum og er góð hugmynd að bæta við skemmtun á borð við lasertag eða leiktækjasal með. 

Innifalið

- Aðgangur að karaoke herberginu í 60 mínútur
- 2 pizzusneiðar og drykkur á mann
- Afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð: frá 2.550kr á mann

fjölbreytt úrval afþreyingar