Afmæli

Við hjá Smárabíó elskum að gera afmælisdaginn þinn eftirminnilegan. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval afþreyingar sem hægt er að blanda saman á þann hátt sem hentar hverjum og einum. Settu saman þitt draumaafmæli og við látum það rætast. Okkar skemmtun hentar öllum aldurshópum og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hlökkum til að sjá þig!
*ath greiða þarf að lágmarki fyrir 10 manns

Bóka skemmtun

lasertagafmæli

Lasertagafmælin í Smárabíó eru engu lík en hægt er að velja um tvo mismunandi lasertag velli. Auk lasertag er hægt að bæta við skemmtilegum viðbótum eins og leiktækjasal, karaoke eða sýndarveruleika.

Innifalið
- 2 lasertag leikir
- 2 pizzusneiðar og drykkur á mann
- Afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð: frá 3.190kr á mann 
*Lágmark 10 manns.

Bíóafmæli

Það er frábær skemmtun að halda uppá afmælið í bíó! Mæting er 45 mínútum fyrir auglýstan sýningartíma ef pizza er pöntuð með, annars er mæting 15 mínútum fyrir.

Algengustu sýningartímar á barnamyndum eru um kl. 13:00, 15:00 og 17:00 um helgar. Á virkum dögum er það kl. 15:00 og 17:30.

Innifalið
- Bíómiði (þarf að greiða fyrir foreldra sem sitja sýningu)
- Popp og drykkur
- Afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.
Verð: frá 1.560kr á mann
Verð með pizzaveislu: frá 2500kr
*lágmark 10 manns.

Leikjaafmæli

Í Smárabíó finnur þú stærsta og fjölbreyttasta leiktækjasal landsins. Leiktækjasalurinn er fullkominn til að halda eftirminnileg afmæli. Þetta er eitt og sér frábær upplifun en einnig er góð hugmynd að bæta við viðbótum svo sem lasertag eða VR.

Innifalið
- aðgangur að leiktækjasal í 60 mín.
- 2 pizzusneiðar og drykkur á mann.
- Afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð: frá 2.980kr á mann 
*Lágmark 10 manns.
*Einungis í boði á virkum dögum.

Karaokeafmæli

Það að er mikil stemming að halda uppá afmælið sitt í Karaoke herbergi Smárabíós. Karaokeafmælin henta öllum aldurshópum og er góð hugmynd að bæta við skemmtun á borð við lasertag eða leiktækjasal með. 

Innifalið

- Aðgangur að karaoke herberginu í 50 mínútur
- 2 pizzusneiðar og drykkur á mann
- Afmælisgjöf fyrir afmælisbarn.

Verð: frá 2.980kr á mann
*lágmark 10 manns.

fjölbreytt úrval afþreyingar