Um smárabíó

Eina kvikmyndahús landsins með Laser í alla sali og Dolby Atmos

Okkar takmark er skýrt; að bjóða gestum upp á hámarksgæði í öllum sölum og bestu skemmtunina.Smárabíó rúmar um 1.000 manns í sæti í fimm sölum en í öllum sölum er fullkomin stafræn tækni ásamt laser myndægði frá Barco í öllum sölum. Smárabíó MAX – stærsti salur bíósins skartar Dolby Atmos hljóðkerfi, sem er eitt það besta í boði í heiminum í dag.

Skemmtisvæði Smárabíó býður upp á hágæða afþreyingu þar sem hægt er að fara í lasertag, karaoke, leiktækjasal og VR sýndurveruleika. Lasertag í Smárabíó er eitt það nýjasta sinnar tegundar og salurinn er á tveimur hæðum svo hann hentar jafnt ungum sem öldnum. Byssurnar okkar gefa frá sér ljós, hægt er að hitta 7 staði á andstæðingnum til að fá stig og klukkurnar í loftinu geta hitt þig líka ef þú varar þig ekki á þeim!Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í öllum sölum.

Opnunartímar:
15:00 á virkum dögum
12:30 um helgar

Smárabíó er stöðugt að vinna að því að gera bíoið betra og að gera alla sýna starfsemi sem umhverfisvæna.t.d. erum við papparör, pappa Nashos pakka, flokkum allt rusl og fl.

Hafa samband

Lúxussalur

Í Smárabíói er heimsklassa lúxussalur fyrir allra kröfuhörðustu gestina og hann á sér enga hliðstæðu hérlendis.

Fyrsta flokks hægindastólar fyrir 66 manns og sýningartjald af fullkomnustu gerð tryggja hámarks upplifun og þægindi. Lúxusalurinn býður einnig upp á hágæða Laser 4k myngæði frá Barco.

Smárabíó max

Smárabíó Max er nýjasti salurinn okkar. Hann er sá fullkomnasti á landinu og þótt víðar væri leitað, því einungis fáein kvikmyndahús í heiminum bjóða upp á bæði Flagship 4K Laser myndgæði og Dolby Atmos hljómgæði. Salurinn var sérstaklega innréttaður til að auka þægindi og fótapláss og með þessari nýju mynd- og hljóðtækni er upplifunin í Smárabíó Max óviðjafnanleg. Í Smárabíó Max sérð þú bíómyndirnar við bestu aðstæður og nýtur lífsins í góðum félagsskap með Coca Cola, því engin bíóupplifun er algerlega fullkomin án þess að popp og kók komi við sögu.

Hjólastólastæði má finna í salnum líkt og í öðrum sölum Smárabíós.

Ráðstefnur

Smárabíó býður uppá fjölbreyttasta og mest spennandi úrval landsins í lasertag. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi, en Smárabíó hefur 3 lasertag velli og er einn af þeim í sýndarveruleika. Auk þess bjóðum við uppá spennandi möguleika í lasertag utandyra og getum líka mætt með lasertag í partíið, á vinnustaðinn.

Miðakaup

Hægt er að kaupa miða í miðasölu bíóhúsanna, á netinu og í sjálfsölum. Sjálfsalarnir er nýjung fyrir bíóhúsin þar sem þú getur flýtt fyrir þér með því að kaupa bæði miða og tilboð af veitingum. Þegar greitt hefur verið fyrir miðann og/eða veitingarnar kemur upp inneignarmiði sem veitir þér aðgang í flýtileið í veitingasölunni. Í flýtileiðinni er einungis hægt að nálgast vörur sem keyptar voru í sjálfsölum og því er ekki hægt að bæta öðrum vörum við.

fjölbreytt úrval afþreyingar