Kvikmyndahúsin Smárabíó og Háskólabíó bjóða upp á gjafabréf sem eru tilvalin í jóla-, afmælis- eða tækifærisgjafir. Bíógjafabréfin gilda í bæði bíóhúsin og hægt er að nálgast og kaupa þau í afgreiðslu okkar á 3. hæð en einnig á heimkaup.is.
Smárabíó býður einnig upp á gjafabréf á Skemmtisvæði Smárabíós og í Fótboltaland. Skemmtisvæðið inniheldur fjölbreytt úrval upplifunnar, þar má nefna lasertag, leiktækjasal, karaoke og fleira. Frábær upplifun fyrir fjölskyldu og vini!
Þú getur bæði keypt og nálgast gjafabréfin í afgreiðslu okkar á 3. hæð.
Einnig er hægt að kaupa gjafabréfin á heimasíðu Heimkaups.
* Gildistími er 2 ár frá útgáfudegi gjafabréfsins.
* Hægt að nýta gjafabréfið upp í annan sal.
* Verð miðast við almennt miðaverð.
* Leyfilegt er að skipta Lúxusgjafabréfi í tvo miða í almennan sal en þá eru veitingar ekki innifaldar.
* Gjafabréf er ekki gilt án strikamerkis.
* Virkja þarf kortið innan árs frá kaupum.
* Eigandi kortsins virkjar kortið við fyrstu notkun, ekki við kaup. Ekki er hægt að framlengja kort eða frysta.
* Kortið gildir einnig í Smárabíó Max salnum.
* Kortið er ekki merkt einni manneskju, leyfilegt er að lána öðrum kortið.
* Kortið er aðeins hægt að nota einu sinni fyrir hverja kvikmynd.
* Kortið gildir á allar kvikmyndir sem sýndar eru í Smárabíói og í Háskólabíói.
* Kortið gildir ekki á bíóklassík eða aðra sérviðburði.
* Kortið er aðeins hægt að nota einu sinni í senn, ekki er hægt að kaupa miða á tvær sýningar sem eru í gangi á sama tíma.
* Lúxuskortinu fylgir miðstærð af poppi og gosi með stakri áfyllingu eða miðstærð af poppi og bjór á sýningar í Lúxussalnum.
* Lúxuskortið gildir bæði í Lúxussalinn í Smárabíói en gildir líka í almenna sali, bæði í Smárabíói og í Háskólabíói.
* Smárabíó og Háskólabíó áskilja sér þann rétt að loka kortinu ef upp kemst um misnotkun af hálfu korthafa.