Nýtt uppáhaldssæti

Nýr heimur stórkostlegrar upplifunar verður að veruleika!

Veturinn 2025/2026 markar mestu tímamót í sögu Smárabíós frá upphafi. Þá endurnýjum við sætin og aðstöðuna í MAX og Lúxussölunum, bætum við tveimur nýjum bíósölum, setjum splunkuný VIP sæti aftast í alla sali og innréttum nýja og glæsilega aðstöðu í verslun, anddyri og aðkomu að bíóinu. Í framhaldi af því gerum við frábærar breytingar á skemmtisvæðinu og munum bjóða fyrsta flokks aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur. Ný mathöll er beint fyrir neðan okkur og verður því leitun að betri stað til að verja degi eða kvöldstund með vinum eða fjölskyldu en einmitt hjá okkur.

Hafa samband

Ný uppáhaldssæti
í Lúxus og MAX

Nýju sætin í Lúxus og MAX eru þau bestu sem við höfum nokkru sinni boðið upp á. Dúnmjúk með dýrindis áklæði og virkilega hægt að halla sér aftur og njóta myndarinnar í botn. Auk nýrra innréttinga í sölunum sjálfum verður ný setustofa fyrir Lúxusgesti tekin í notkun snemma árs 2026 þar sem hægt verður að slaka á og njóta veitinga fyrir mynd.

Tveir nýir salir

Nýju salirnir eru ekki bara glæsilegir á að líta og þægilegir á alla kanta, þeir eru eins konar verkfræðilegt afrek. Þeir eru hannaðir og smíðaðir sem kassi inni í kassa sem tengjast gríðarmikilli stálgrind á einstaklega tæknilegan hátt til að titringur og hljóð berist ekki milli eininga. Sætin í báðum sölunum eru vitaskuld splunkuný og þægileg eftir því. Annar salurinn hefur fengið nafnið Flauel í takt við efnisval og stemmningu í hönnuninni. Fyrstu sýningar eru áætlaðar í báðum sölum í árslok 2025.

VIP sæti í öllum sölum

Það er eitthvað nýtt að gerast í öllum bíósölunum, því aftast í hverjum sal verða nýjog þægilegri VIP sæti. Gestir hafa þannig val um að gera extra vel við sig ef hugurinn girnist og tilefnið kallar á það. Við stærum okkur af því að bjóða frábær gæði í öllum sætum bíósins en VIP sætin bjóða upp á það allra besta.

Fleira nýtt

Nýtt anddyri, verslun og aðkoma

Snemma árs 2026 verður framkvæmdum við endurnýjun Smárabíós að fullu lokið með nýrri og frábærri aðstöðu fyrir bíógesti í anddyri og verslun. Þar verða margar spennandi nýjungar á ferðinni sem miðað að því að gera upplifunina sem allra besta og þægindin sem mest fyrir gesti. Við hlökkum til að taka á móti þér við bestu aðstæður sem við höfum nokkru sinni boðið.

Frábær funda- og ráðstefnuaðstaða

Ný hönnun Smárabíós og nýir salir bjóða áður óþekkta möguleika á frábærri aðstöðu til ráðstefnuhalds og viðburða af öllu tagi. Smárabíó er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og liggur vel við umferð úr öllum áttum, hér eru næg bílastæði og bæði tæknilausnir, veitingaaðstaða og fjölbreytt rými munu skapa einstaka umgjörð um stóra sem smáa viðburði.

Nýtt skemmtisvæði

Áætlað er að nýtt og endurbætt skemmtisvæði verði tilbúið á síðari hluta ársins 2026. Þar bætist við fullt af nýrri og skemmtilegri afþreyingu til viðbótar við þá sem fyrir er. Þá verður sko gaman!