LOKAÐ Í DAG MÁNUDAG!
Ævintýraheimur fyrir krakka á öllum aldri í Laugardalnum
Sturlaðar uppblásnar risahindranir í Laugardalnum. Geggjað fjör á einstökum stað í nálægð við allt það skemmtilega sem Laugardalurinn hefur uppá að bjóða. Þrautagarðurinn er skemmtileg áskorun fyrir alla. Þú þarft bara að vera klár í stórkostlega skemmtun!
Tryggðu þér miða hér að neðan..
Þrautirnar Í Þrautagarðinum eru í tíu aðskildum einingum og stærð þeirra er á bilinu 50 - 400 fermetrar. Allar þrautirnar eru kirfilega bundnar niður í traust undirlag á grastúni allan hringinn, bæði að ofan og neðan við jörðu. Þær eiga því ekki að geta tekist á loft. Þrautirnar eru ekki hannaðar eins og hoppukastalar og eru með staðla til að standa af sér vind upp á 15 m/s. Í öryggisskyni er Þrautagarðurinn ekki opinn ef vindhraði fer yfir 8 m/s og er vindmælir á staðnum til að mæla vindhraða hverju sinni. Starfsfólk Þrautagarðsins hefur hlotið þjálfun í skyndihjálp og er allt 17 ára og eldra. Til að tryggja öryggi gesta okkar höfum við mannaðar stöðvar víðsvegar um garðinn þar sem vel er fylgst með. Auk þeirra höfum við vaktstjóra sem er þaulvanur viðburðahaldari. Fjöldi starfsfólks er aukinn ef gestum fjölgar. Starfsfólk fylgir skilgreindum verkferlum til að takast á við óvæntar aðstæður og ef slys eða óhöpp eiga sér stað. Öryggi gestanna okkar er ávallt í fyrirrúmi og höfum við lagt höfuðáherslu á að koma öryggisreglum skilmerkilega til skila í garðinum og að þeim sé framfylgt.