Survival

Fjöldi: 1-6 manns
Verð: frá 3.990kr
Tími: 60 mínútur
Aldur: 13 ára og eldri

Þegar þið voruð að skipuleggja ógleymanlegt frí bjuggust þið ekki vð að það myndi breytast í martröð þar sem þú og vinir þínir þurfið að berjast fyrir lífi ykkar.

Á leiðinni í fríið slær eldingu niður í flugvélina og hún brotlendir nálægt eyðieyju í Kyrrahafinu.  Talstöðin í flugstjórnarklefanum virkar ekki og því útilokað að senda neyðarkall. Hver veit hversu langan tíma það mun taka leitarflokka að finna ykkur...

Á meðan beðið er eftir því eruð þið í sjokki, hrædd og hungruð.  Það eru engar vistir og ekkert nema villt náttúran. Veðrið er að versna og þið þurfið að leita skjóls.  Leikmenn þurfa að hugsa út fyrir kassann til að lifa af.  Skoða þarf allt á eyjunni og finna út hvernig hlutir geta nýst ykkur til að halda lífi.

Bóka leik

1 - 6

Fjöldi leikmanna

60 mín

Spilunartími

Miðlungs

erfiðleikastig

flóttaleikir