SAnctrum

Fjöldi: 1 - 6 manns
Verð: frá 3.990kr
Tími: 60 mínútur
Aldur: 16 ára og eldri

Heimur rithöfundarins H.P. Lovecraft er uppfullur af drungalegum stöðum og dularfullum verum sem í flestum tilfellum væri best að forðast. Þú færð bréf frá Önnu sem er góð vinkona og hefur verið að rannsaka mannshvörf í nærliggjandi skógum. Í bréfinu biður Anna þig um hjálp, en hún hefur horfið og ekki heyrst til hennar síðan. Það er nú í þínum höndum að bjarga henni.

Þú þarft að setja í gang þína eigin rannsókn. Það er tími til að heimsækja gamalt og yfirgefið klaustur þar sem aldargamall söfnuður hefur hreiðrað um sig. Þú þarft að leggja líf þitt og sál að veði þegar þú hittir fyrir dularfull öfl sem eru í klaustrinu. Til að finna út hvað varð um vinkonu þína og sleppa út lifandi þarftu að horfast í augu við hræðileg leyndarmál og leysa fornar þrautir.

Bóka leik

2 - 6

Fjöldi leikmanna

60 mín

Spilunartími

Miðlungs

erfiðleikastig

flóttaleikir