The Dagger of Time

Fjöldi: 2 - 4 manns
Verð: 3.990kr
Tími: 60 mínútur
Aldur: 12 ára og eldri

Flóttaleikur sem gerist í heimi Prince of Persia þar sem leikmenn upplifa meðal annars að geta stjórnað tímanum.  Þú munt upplifa hluti hér sem eru ómöglegir í þínu daglega lífi, til dæmis að hægja á, stoppa og jafnvel fara aftur í tímann.  

The Dagger of Time gerist á sama tíma og Prince of Persia þríleikurinn (Sands of Time, Warrior Within, The Two Thrones).  

Leikurinn byrjar í Fortress of Time, en leikmenn eru kallaðir þangað af Kaileena og fá það verkefni að stöðva ill öfl sem ógna heiminum. Kaileena gefur leikmönnum The Dagger of Time og þurfa þeir að komast inní Hourglass Chamber og stoppa þessi öfl. Athugið að ekki er nauðsynlegt að hafa spilað Prince of Persia leikina til að njóta The Dagger of Time.

The Dagger of Time er ævintýri þar sem leikmenn á öllum aldri verða að vinna saman til að ná sameiginlegu markmiði. Samvinna er nauðsynleg þar sem þú getur ekki náð að klára leikinn án vina þinna. Að hlusta og tala saman er nauðsynlegt til að vinna leikinn.

Í leiknum geta tveir, þrír eða fjórir leikmenn snúið bökum saman og hjálpast við að finna leiðinu útúr Fortress of Time. Til að ná markmiðinu verðið þið að vinna saman og leysa þrautir.  Þrautirnar krefjast þess að leikmenn noti ákveðna hluti, klifri upp veggi og noti ákveðna krafta á borð við að stjórna tíma.

Bóka leik

2 - 4

Fjöldi leikmanna

60 mín

Spilunartími

Erfiður

erfiðleikastig

flóttaleikir