Signal lost

Fjöldi: 1-6 manns
Verð: frá 3.990kr
Tími: 60 mínútur
Aldur: 13 ára og eldri

Fyrir fimm tímum síðan misstum við sambandið við rannsóknarstöðina „Asgard“ sem var á sporbaug um jörðina. Ekki nóg með það, heldur hefur rannsókarstöðin farið af braut og stefnir með hraðbyr á jörðina. Nái hún að brotlenda þar, munu milljónir deyja. Þú ert hluti af neyðarteymi sem þarf að komast um borð og koma kerfum rannsóknarstöðvarinnar í samt lag aftur. Til að þetta sé gerlegt er vitund neyðarteymisins tengd við vélmenni sem eru á tilraunastigi og voru sem betur fer í prófunum í nágrenni rannsóknarstöðvarinnar.

Hvað leynist í rannsóknarstöðinni?  Hvert hvarf áhöfnin? Aðeins þú getur fundið svörin og gert við tölvukerfi stöðvarinnar og komið í veg fyrir stórslys.

Bóka leik

1 - 6

Fjöldi leikmanna

60 mín

Spilunartími

Miðlungs

erfiðleikastig

flóttaleikir