Fjöldi: allt að 6 manns
Verð: frá 3.990kr
Tími: 60 mínútur
Aldur: 13 ára og eldri

Nú getur þú og þinn hópur sett sig í spor Lísu í Undraland í glænýjum flóttaleik í sýndarveruleika.  Undraland er að öllu jöfnu töfrandi staður, en hin illa Hjartadrottning hefur lagt álög á landið og er það í ykkar höndum að bjarga deginum. Fyrsta skrefið er að drekka “minnkunar” vökva og elta hvítu kanínuna í gegnum völundarhús þar sem allt er á hvolfi, svo þarf að hjálpa Hattarnum sem er fastur í tímabelti, eftir það þarf að bjarga teboðinu fræga. Hinn skælbrosandi köttur mun leiða leikmenn í gegnum hinn myrka skóg, bjarga þarf álfadísum með hjálp lirfunnar kláru og svo mæta sjálfri Hjartadrottningunni sem hefur sett fullt af gildrum útum allt. Einstakt ævintýri sem allt að 6 manns geta hjálpast að við að leysa. Tekst þér og þínum að bjarga Undralandi?

Bóka leik

1 - 6

Fjöldi leikmanna

60 mín

Spilunartími

Byrjendur

erfiðleikastig

flóttaleikir